fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fókus

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2024 11:29

Sölvi Tryggvason. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason lenti í mjög óhugnanlegu atviki á ferðum sínum til Suður-Afríku. Hann segir frá því í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Podcast með Sölva Tryggva þar sem Birgir Örn Sveinsson var gestur.

Sjá einnig: Birgir var í algjöru myrkri án matar í nærri fjóra sólarhringa – „Þetta tók auðvitað á“

„Ég varð fyrir atviki í Suður-Afríku, það var svo skrýtið. Talandi um að ferðast og vera orðinn svolítið óttalaus, búinn að vera í Kólumbíu, Dóminíska Lýðveldinu og vera á stöðum þar sem eru engir túristar. Eftir á hyggja er ég bara já, það var einhver blessun yfir mér að hafa ekki lent í neinu,“ segir Sölvi.

„Suður-Afríka er ekki gott land þegar kemur að öryggi, þetta er í alvörunni bara… talandi um ótta og allt þetta,“ segir hann.

Maður með sveðju

„Ég var rosa blissful og var í göngu úti í náttúrunni og allt í einu var bara maður með sveðju fyrir framan mig og hann bað ekki um veskið mitt eða símann eða neitt, hann ætlaði bara að drepa mig. Ég veit ekki ennþá, langaði hann bara að drepa mig eða langaði hann að taka eitthvað af mér.

„Ég þurfti að hlaupa af alefli til að spretta manninn af mér og það var tímabil þar sem við vorum að hlaupa á sama hraða og hann var með sveðjuna hérna uppi, klár í að drepa mig,“ segir Sölvi.

video
play-sharp-fill

„Þegar ég fór að sofa um kvöldið hugsaði ég, er hann bara núna heima hjá sér að horfa á Netflix og búinn að gleyma að hann ætlaði að drepa mann í dag? Þá var ég að velta fyrir mér, í hvaða veruleika ertu þegar þér líður einhvern veginn eins og það sé ekkert tiltökumál að drepa aðra manneskju.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Leiðrétting um Carbfix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún prófaði nýja kynlífstrendið sem er að gera allt vitlaust

Hún prófaði nýja kynlífstrendið sem er að gera allt vitlaust
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gypsy Rose opnar sig um hvernig hún kannaði kynhneigð sína í fangelsi

Gypsy Rose opnar sig um hvernig hún kannaði kynhneigð sína í fangelsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið endaði á sjúkrahúsinu – Varar aðra við að gera sömu kynlífsmistök

Fyrsta stefnumótið endaði á sjúkrahúsinu – Varar aðra við að gera sömu kynlífsmistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur og Dagur vilja láta húðfletta sig eftir andlát – „Hvern þarf ég að tala við, einhverja lögfræðinga?“

Ólafur og Dagur vilja láta húðfletta sig eftir andlát – „Hvern þarf ég að tala við, einhverja lögfræðinga?“
Hide picture