fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Sara í Júník leitaði ítrekað til lækna alvarlega veik – Læknir sagði henni að „taka bara Treo“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2024 11:00

Sara Lind Pálsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Pálsdóttir, eigandi verslunarinnar Júník í Kringlunni og best þekkt sem Sara í Júník, segir frá því í færslu á Instagram að alvarleg vanræksla lækna hafi næstum kostað hana lífið. Sara Lind segist hafa gengið í gegnum mikil veikindi á um viku tímabili, margt hafi farið miður í meðhöndlun lækna á þeim tíma sem varð til þess að nú tekur við löng lyfjameðferð og endurhæfing

Sara Lind er 34 ára og tveggja barna móðir.

Í frétt Nútímans segir að veikindi hennar hafi byrjað með því að hún fékk um 40 stiga hita og upplifði mikla vanlíðan og fór hún því á bráðamóttöku Landspítalans, þar sem tekin var blóðprufa og gerð veiruskimun, en þær rannsóknir leiddu ekkert í ljós og Sara var send heim. Segist Sara hafa legið þar hálf meðvitundarlaus og verið svo veikburða að kalla þurfti til lækni heim því hún var ekki í ástandi til að koma sér sjálf á spítala. Að sögn Söru sagði sá læknir henni að „taka bara Treo“.

Tók verkjatöflur og mundi ekki meira frá þeim degi

Líðan Söru batnaði ekkert og fór hún því á heilsugæslu þar sem hún fékk jákvætt úr streptókokkaprófi en engin hálsbólga fannst. Fékk hún lyfseðil upp á mjög sterkar pensilíntöflur sem hún átti að taka í tíu daga. Eftir þrjá daga á penisilínkúrnum var engin breyting á líðan Söru, hausverkur og hiti versnaði og fór hún því aftur til læknis. Segir hún þann læknir ekkert hafa skoðað sig en skrifað upp á enn sterkari sýklalyf og eftir það þyrfti hún bara að vona það besta því ekkert meira væri hægt að gera. Síðar sama dag fór Sara aftur á læknavaktina en þá hafði henni hrakað mikið og um fimmleytið tók hún verkjatöflur og lagðist upp í rúm. Man hún ekki meira frá þeim degi.

Ástandið svo slæmt að mænustunga var tekin

Móðir Söru ákvað á þessum tímapunkti að koma til Reykjavíkur til að fara með dóttur sína í frekari læknisskoðun. Þegar móðir Söru sá ástand brá henni og fór með Söru á spítala. Þar var neyðarferli sett í gang og Sara fékk margar sprautur, þvaglegg, æðalegg, vökva í æð og á endanum var ástandið metið svo slæmt að framkvæmd var mænustunga til að setja mænuvökva í ræktun. Á endanum komu niðurstöður rannsóknum og reyndist Sara vera með heilahimnubólgu og lungnabólgu. Sara fór síðan heim þar sem ástand hennar hrakaði enn meira og þegar hitinn var aftur komin yfir fjörutíu stig tók við önnur sjúkrahúsinnlögn þar sem henni voru gefin sýklalyf í æð.

Sýni sent á erlenda rannsóknarstofu

Kom í ljós að mænustungan misheppnaðist og blóð hafði komist í vökvann sem setti greininguna í uppnám og læknarnir virtust þá í raun ekki vita hvort um heilahimnubólgu væri að ræða eða ekki. Þá var ákveðið að senda sýni úr vökvanum á erlenda rannsóknarstofu til að reyna fá nákvæmari niðurstöðu.

Sara segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með heilbrigðiskerfið eftir þessa reynslu og segir að fólk þekki almennt eigin líkama vel og viti því þegar eitthvað alvarlegt er að. Hins vegar mæti það oft daufum eyrum lækna þegar það reyni að útskýra veikindi sín. Sara segir það vont þegar læknar séu í raun búnir að sannfæra fólk um að ekkert sé að því og fólk þannig látið efast um sjálft sig og að um einhvern aumingjaskap sé að ræða. Sara þakkar fyrir að vera loksins á batavegi og er þakklát þeim sem sáu um hana og hjálpuðu henni á spítalanum síðustu daga.

„Mér finnst alveg ótrúlega sorglegt að maður þurfi að vera orðin svona svakalega veikur, liggur við komin með annan fótinn í gröfina, áður en maður er tekinn alvarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi