fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Framleiðandi Scrubs og Californication á yfir höfði sér áratuga fangelsi

Fókus
Föstudaginn 24. maí 2024 09:30

Eric Weinberg á þungan dóm yfir höfði sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski handritshöfundurinn og framleiðandinn Eric Weinberg, sem framleiddi sjónvarpsþættina vinsælu Scrubs og Californication, á yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm.

Weinberg, sem er 63 ára, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum og er ákæran gegn honum í 28 liðum. Hann var fyrst ákærður árið 2022 fyrir brot gegn fimm konum og í kjölfarið stigu fleiri konur fram.

Weinberg er sagður hafa notað áhrif sín til að lokka konur heim til sín undir því yfirskini að þær væru að fara í myndatöku. Þar braut hann gegn þeim. Brotin hófust árið 2014 og stóðu yfir til ársins 2019. Konurnar sem Weinberg braut gegn komu úr ýmsum áttum og komst hann í kynni við sumar þeirra á netinu.

Málið er komið til kasta dómstóla og var fjórum ákæruliðum vísað frá í vikunni. Eftir standa ákæruliðir sem varða mjög alvarleg brot sem varða lífstíðarfangelsi.

Í umfjöllun Variety kemur fram að fjórar konur hafi lýst því að Weinberg hafi þrengt að öndunarvegi þeirra meðan hann nauðgaði þeim. „Ég var hræddur um að hann myndi drepa mig,“ sagði ein kvennanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi