fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Ríkur karlmaður setti eiginkonu sinni klikkaða reglu – „Svívirðilegasti“ kaupmáli sögunnar

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2024 08:41

Sexton hefur starfað sem skilnaðarlögfræðingur í tvo áratugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn bandaríski James Sexton er einn fremsti skilnaðarlögfræðingur heims og afhjúpar klikkaðasta kaupmála sem hann hefur séð.

Kaupmáli er samningur sem hjón eða hjónaefni geta gert sína á milli til að tryggja að eign komi ekki til skiptanna við skilnað eða andlát.

Sexton starfar í New York í Bandaríkjunum og hefur aðstoðað við málarekstur og gengið frá þúsundum skilnaða á tuttugu árum sínum í bransanum.

Hann segir að sumir skilnaðir séu ljótari en aðrir en það er einn skilnaður sem hann man sérstaklega eftir. Sexton var gestur í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO og sagði frá „svívirðilegasta“ kaupmála sem hann hefur einhvern tíma séð.

„Mest sjokkerandi kaupmáli sem ég hef séð hafði ákvæði sem sagði að fyrir hver 4,5 kíló sem konan bætti á sig þá myndi hún tapa tæplega 1,4 milljónum í framfærslufé,“ sagði hann.

„Eiginmaðurinn hafði miklar áhyggjur af því að hún myndi verða ljótari og hann myndi verða ríkari og hans lausn var að hafa þetta ákvæði í kaupmálanum.“

Löglegur kaupmáli

Samkvæmt kaupmálanum myndi konan fá um 9,7 milljónir krónur á mánuði ef hún myndi halda sér í sömu þyngd. Sexton sagði í þættinum að þessi kaupmáli hafi verið „svívirðilegur“ en dómurinn hafi samt sem áður metið hann löglegan.

„Lögfræðingar konunnar reyndu að mótmæla þessu ákvæði en dómarinn sagði: „Þetta er ógeðslegt ákvæði, ég veit ekki hvers vegna þú giftist þessari manneskju, en þetta er framfylgjanlegt. Þetta er samningur sem þið bæði skrifuðuð undir.““

@steven America’s leading Divorce lawyer and expert James Sexton revealed that he once dealt with a husband who had a crazy prenup deal where the wife lost money every time that she put on 10 pounds 😳 Full episode out on The Diary of a CEO podcast now 👀 #interview #divorce #divorceexpert #relationship #prenup #marriage #wtf #diaryofaceo #doac #podcastclips #podcast #story #storytime ♬ original sound – Steven Bartlett

Sexton sagði að hann sjái reglulega „fáránlegar“ reglur í kaupmálum en sagði að hann telji sig ekki hafa neinn rétt á því að segja fólki hvað skilgreini þeirra samband.

„Það verður að segjast að það er eitthvað mjög hreinskilið við þetta. Hann var mjög skýr um hvaða virði honum fannst hún hafa í sambandinu, sem var útlit, og svo má ekki gleyma hinni hliðinni. Hún átti að fá 9,7 milljónir á mánuði, það er engin smá tala. Þannig ég held að við vitum hvaða virði hún áleit hann hafa í sambandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi