fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Undir auknu vinnuálagi þar sem samstarfskonan segist ófrísk og ekki geta unnið mikið – Sannleikurinn er allt annar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2024 19:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona segist finna fyrir miklum pirringi þar sem samstarfskona hennar neitar að vinna hörðum höndum þar sem hún segist ófrísk. Segir konan að þetta hafi orðið til að tvöfalda vinnuálag hennar. 

„Ég get ekki gert þetta vegna þess að ég er ólétt“, „Ég get ekki flogið í flugvél vegna þess að ég er ólétt“ og „Þú myndir ekki skilja af því að þú ert ekki ólétt“. Allt eru þetta setningar sem konan segir samstarfskonu sína nota til að komast undan vinnuálagi. Sannleikurinn er hins vegar sá að konan sjálf er ekki ófrísk þó hún eigi von á barni með aðstoð staðgöngumóður.

„Ég á fjögur börn sjálf,“ sagði konan í nafnlausri færslu sem Dailymail fjallar um. „Ég fékk loksins nóg í dag og sagði henni að henni gæti ekki verið alvara og þyrfti að koma því í gegnum hausinn á sér ef hún ætlaði sér að geta alið upp barnið í stað þess að lifa í fantasíuheimi.“ „þú ert ekki ólétt! Staðgöngumóðir þín er ólétt.“

Samskipti kvennanna urðu þó til þess að mannauðsdeild fyrirtækisins er komin í málið.

„Nú verð ég að hitta mannauðsstjórann vegna þess að þessi kvörtun mín og samskipti okkar urðu til þess að hún fór að gráta og ég þarf að taka meira tillit til meðgönguhormónanna,“ sagði konan á Facebook. Hún sagðist skilja það að samstarfskona hennar vildi fá athygli með því að eignast barn en hélt því fram að það ætti ekki að hafa áhrif á getu hennar til að sinna starfi sínu.

„Samstarfskona mín vill hætta að vinna með því að segja að hún sé ólétt, en ekki lengur. Það er verið að blanda mér saman við vinnuálag hennar og mitt þegar hún er fær um að vinna verkið.“

„Ég yrði pirruð ef ég þyrfti að vinna tvöfalt vegna þess að einhver er að eignast barn,“ sagði kona sem athugasemd við færsluna. „Hún er ekki líkamlega ólétt og að segja að hún geti ekki unnið vinnuna sína vegna þess að staðgöngumóðir hennar sé ólétt er það heimskulegasta sem ég hef heyrt.“ 

‘Ég styð þig. Hún er ekki ólétt. Hún er að eignast barn (sem er frábært og spennandi) en hún er ekki líkamlega ólétt og það er skrítið að gefa í skyn að hún sé það,“ sagði önnur kona.

Aðrir gagnrýndu konuna fyrir að sýna samstarfskonu sinni ekki tillitssemi. 

„Hún er með staðgöngumóður af ástæðu og ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að hún getur ekki gengið með barnið sjálf. Ég held að þú ættir að sýna meiri samkennd fyrir því sem hún er að ganga í gegnum. Hún gæti verið mjög áhyggjufull yfir þessu öllu saman og finnst vinnan vera eina örugga rýmið hennar,“ sagði einn.

„Þetta er í rauninni mjög hræðilegt að segja við einhvern. Efast um getu hennar til að ala upp barn og kalla það „fantasíuheim“. Mér skil að þetta sé pirrandi en það eru margar leiðir sem þú hefðir getað valið frekar til að leysa þetta,  að vera ekki vond er bara byrjunin,“ skrifaði annar.

Margir bentu á að konan hefði átt að fara með kvörtun sína til yfirmanna í stað þess að láta það bitna á samstarfskonunni. „Það er fagleg leið sem þú hefðir átt að fylgja. Það er mjög viðbjóðslegt að nudda því inn að það sé ekki hún sem ber barnið.“

„Það er ekki henni að kenna að þín vinna hefur aukist, það er stjórnanda ykkar að kenna.“

„Ég myndi vera mjög ákveðin með það að ég er ekki að fara að taka við neinum af hennar verkefnum, þetta er nú meiri brandarinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“