fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Jennifer Lopez spurð beint út í skilnaðarorðróminn – Svar hennar vekur athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 09:29

Skjáskot: Instagram/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur hávær orðrómur verið á kreiki um að það séu vandræði í paradís hjá stjörnuhjónunum Jennifer Lopez og Ben Affleck.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við heimildarmenn sem segja skilnað í vændum. „[Ben Affleck] líður eins og síðustu tvö ár hafi verið einhver hitadraumur en hann er kominn til vits og ára núna og skilur að þetta mun aldrei virka,“ sagði heimildarmaður Page Six.

Einnig hefur verið greint frá því að Lopez sé flutt út af sameiginlegu heimili þeirra og að Affleck sé að leita sér að nýju húsnæði.

Sjá einnig: Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Mynd/Getty Images

Jennifer Lopez er á fullu að kynna nýju kvikmyndina Atlas frá streymisveitunni Netflix, þar sem hún fer með aðalhlutverk. Hún var spurð beint út í kjaftasögurnar á blaðamannafundi fyrir myndina, blaðamaður spurði hvort hún vildi tjá sig um „ástandið“ með Affleck.

Viðbrögð hennar hafa vakið mikla athygli en söngkonan hló aðeins og hallaði sér síðan aðeins fram og sagði við blaðamanninn: „Þú veist betur en þetta.“

Meðleikari hennar, Simu Liu, skammaði blaðamanninn: „Kommon, ekki koma hingað með svona.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ElGordoyLaFlaca (@elgordoylaflaca)

Stórstjörnurnar héldu þriggja daga brúðkaupsvíslu í Georgíu í Bandaríkjunum í ágúst 2022. Þau giftu sig í júlí en fögnuðu ástinni með fjölskyldu og vinum mánuði seinna.

Affleck og Lopez tóku saman aftur árið 2021 eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í byrjun 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi