fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur stjórnarformaður Byggðastofnunar

Líklega um smá rugling að ræða – Foreldrarnir þó stoltir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. maí 2017 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Gunnarsson, níu ára gamall sonur Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, hefur verið skipaður stjórnarformaður Byggðastofnunar. Í það minnsta barst Illuga bréf þess efnir á heimili sitt í Vesturbæ Reykjavíkur. Þó má gera ráð fyrir að eilítil mistök hafi þarna átt sér stað og alnafni hans, ráðherrann fyrrverandi, hafi átt að fá bréfið.

Faðir Illuga yngri, Gunnar Sigvaldason, greinir frá þessari spaugilegu bréfasendingu á Facebook-síðu sinni. „Stundum færir pósturinn manni eintóm gleðitíðindi. Rétt í þessu fékk ég þær fréttir að sonur minn yrði stjórnarformaður Byggðastofnunar. Við fjölskyldan erum svo stolt!“ skrifar Gunnar og birtir þessu til vitnis umrætt bréf þar sem nafn og heimilisfanga sonar hans er kyrfilega tiltekið. Undir bréfið skrifar Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, fyrir hönd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni