fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

María fordæmir vinnubrögð Eiríks: „Afhverju varstu að segja þetta um mig?“

Fjölmiðlakona segir Eirík Jónsson ljúga upp á sig

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 10. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir er ósátt við „frétt“ Eiríks Jónssonar þar sem fullyrt er að hún sé drukkin að skrifa Facebook-færslu. Hefur fréttin vakið nokkra athygli. Þar má sjá skjáskot af færslu Maríu Lilju þar sem hún viðhefur eftirfarandi ummæli: „Æ góða skíttu í píkuna á þér.“ Var ummælunum beint gegn Júlíönu Einarsdóttur og fullyrti Eiríkur, eins og áður segir, að María Lilja hefði viðurkennt að hafa verið drukkin þegar hún skrifaði færsluna. Vildi Eiríkur nota færsluna sem dæmisögu um að áfengisneysla og Facebook færu illa saman.

Því er hinsvegar öðru nær. Júlíana og María Lilja eru ágætar vinkonur og voru ummælin augljóslega sett fram í gríni. María Lilja sá þig því knúna til þess að senda út eftirfarandi áréttingu á Facebook-síðu sinni: „Ég var bláedrú þegar ég sagði Júlíönu að skíta í píkuna á sér og það stendur.“ Með yfirlýsingunni fylgdi broskarl en Maríu Lilju var síður en svo hlátur í hug.

Á Facebook-síðunni Fjölmiðlanördar steig hún fram og fordæmdi vinnubrögð Eiríks. „Þetta geta nú ekki talist eðlileg vinnubrögð. Hér heldur Eiríkur því fram algjörlega uppúr þurru að ég sé drukkin á facebook um miðjan dag í gær þegar ég gantaðist við vinkonu. Þetta er algjör uppspuni frá rótum. Auk þess full(hehe)yrðir hann að þetta tvennt fari illa saman án þess að útskýra hvað hann eigi við með því. Þetta er eiginlega súrealísk skita Eiríkur. Afhverju varstu að segja þetta um mig? Hver er tilgangurinn? Og hvað þykir blaðamönnum almennt um þessi vinnubrögð?,“ segir María Lilja.

Eiríkur hefur ekki tjáð sig vegna málsins.

Árétting Maríu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“