fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fókus

Getur ekki hugsað sér að senda Dóra aftur í hvíldarinnlögn

Spennan fyrir nokkurra daga fríi breyttist í mikil vonbrigði

Kristín Clausen
Föstudaginn 10. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Helgarblaði DV er viðtal við Karólínu Geirsdóttur en sambýlismaður hennar, Halldór Ásgeirsson er lamaður öðru megin í líkamanum og getur lítið sem ekkert tjáð sig eftir að hann fékk blóðtappa árið 2012.

Halldór býr heima og Karólína, með aðstoð sona hans, hefur annast Halldór frá því að hann kom heim af Grensási, 7 mánuðum eftir að hann fékk blóðtappana. Karólína viðurkennir fúslega að það að annast Halldór sé ekki alltaf auðvelt. Erfiðast þykir henni þó að hann geti ekki talað.

Í Haust stendur Karólínu til boða að fara í draumaferðalagið sitt, 16 daga ferð til Kaliforníu og Hawaii. Halldóri var einnig boðið með í ferðina en hann treystir sér ekki og þau Karólína ákváðu í framhaldinu að finna stað þar sem hann gæti farið í hvíldarinnlögn á meðan hún færi í ferðalagið.

Í febrúar bauðst Halldóri að fara í hvíldarinnlögn á Hrafnistu í Reykjavík í eina viku. Þau Karólína fögnuðu boðinu og ákváðu að slá til, sérstaklega af því að Karólína vildi fullvissa sig um að Hallóri liði vel þarna, svo hún gæti verið róleg þegar hann fengi pláss í haust þegar hún hafði hugsað sér að fara í ferðalagið.

„Mér var mikið í mun um að Dóra myndi líða vel þarna svo við gætum kynnst aðeins starfinu og ég verið áhyggjulaus í fríinu. Svo var aldeilis ekki.“

Þegar Halldór var kominn inn á Hrafnistu fengu þau að vita hann fengi ekki að fara í Hátún (þar sem hann er í dagþjónustu og fer í sjúkraþjálfun) á meðan hann væri í hvíldarinnlögn.

„Þú mátt ekki nota tvö úrræði samtímis,“ var svarið sem Karólína fékk þegar hún spurðist fyrir um af hverju hann fengi ekki að fara í Hátún en það er fasti punkturinn í lífi Halldórs.

Á virkum dögum fer hann í Hátún sem er dagþjónusta fyrir fólk sem þarfnast endurhæfingar.
Fasti punkturinn í lífi Dóra Á virkum dögum fer hann í Hátún sem er dagþjónusta fyrir fólk sem þarfnast endurhæfingar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þegar Karólína spurði út í dagskránna fyrir einstaklingana sem koma í hvíldarinnlögn komst hún að því að þar er engin föst dagskrá og ekkert undirbúið starf með vistmönnum. Fólki sé hinsvegar frjálst að gera það sem það vill.

„Það gagnast Dóra lítið.“

Nánar er fjallað um mál þeirra Karólínu og Dóra í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Í gær

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Þess vegna lifa konur lengur en karlar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn rýfur þögnina um andlát leikkonunnar

Kærastinn rýfur þögnina um andlát leikkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Máttu fullyrða að franska forsetafrúin hafi fæðst sem karlmaður

Máttu fullyrða að franska forsetafrúin hafi fæðst sem karlmaður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir bandaríska ferðamenn forðast þessa staði á Íslandi – „Viðvörun!“

Segir bandaríska ferðamenn forðast þessa staði á Íslandi – „Viðvörun!“