fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hulli stofnar strákaband

Kallar á tvífara sína – Nafnið gæti verið „1 of a kind“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugleikur Dagsson skemmtikraftur hefur hug á að stofna strákasveit með tvíförum sínum. Hann birti í síðustu viku færslu þar sem hann „taggaði“ Curver Thoroddsen, Arnar Eggert Thoroddsen, Samúel Jón Samúelsson, Stefán Pálsson, Úlf Eldjárn og Borko og kallaði eftir þessu. Ástæðan er sú að þeir félagar þykja svo líkir að oft er villst á þeim.

Þannig greindi Stefán frá því í síðustu viku að átta ára gamall sonur hans hefði spurt hvort Stefán væri í sjónvarpinu, þegar um var að ræða Arnar Eggert. Hugleikur greip þetta á lofti og varpaði fram hugmyndinni um strákasveitina.

Leikur sér með misskilninginn

„Mér og Curver hefur verið ruglað saman lengi vel,“ segir Hugleikur og bætir við að honum hafi verið ruglað saman við þessa menn alla sem hann er nú að velta fyrir sér að stofna strákasveit með, þó í gríni sé. Hugleikur segir að ef vel liggi á honum leiki hann sér með þennan misskilning. Þannig sé ekki óalgengt að fólk segist þekkja bróður hans og eigi þar við Arnar Eggert. „Þá segi ég kannski: Ef þú hittir bróður minni máttu segja honum að ég muni aldrei fyrirgefa honum það sem hann gerði í afmælisveislu dóttur minnar. Svo lýg ég því stundum að ég sé einhver þessara tvífara minna, bara til að hafa gaman af því.“

Þeim félögum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að stofna hljómsveit en þeir Curver, Úlfur, Samúel Jón og Borko eru allir þrautreyndir tónlistarmenn. Þá er Arnar Eggert einn helsti poppfræðingur landsins og vafalítið er hægt að finna þeim Hugleik og Stefáni hlutverk. Hugleikur er meira að segja kominn með tillögu að nafni á hljómsveitina. „Mér datt í hug nafnið „1 of a kind“. Það þarf allavega að vera einhver svona lélegur orðaleikur, svona boybönd þurfa það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“