fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Þrisvar út á svalir til að sefa mannfjöldann

Orðabanki Birtu: Að sefa, róa og milda

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 21. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögnin „að sefa“ þýðir að milda eða lina einhvers konar tilfinningalegt uppnám. Fullorðið fólk reynir oft að sefa eigin sorgir og þjáningar með því að borða mikinn mat, neyta áfengis eða jafnvel hreyfa sig mikið (sbr. Forrest Gump þegar hann hljóp af sér ástarsorgina). Þetta þykir almennt ekki tíðindum sæta fyrr en sefunartilburðirnir fara úr böndunum, svo úr verður það sem í almennu tali er kallað fíkn eða fíknarhegðun.

„Ég bragða, skynja, skil“

Karlkynsorðið sefi merkir hugur eða geð. Orðið er stundum talið í ætt við latneska orðið sapiō sem þýðir „ég bragða, skynja, skil“.

Orðið sefasýki er notað yfir geðsjúkt ástand með líkamlegum einkennum sem viðbrögð við tilfinningalega erfiðri reynslu en þetta getur lýst sér með máttleysi, svima eða jafnvel lömun og sefjun er sálrænt ferli þar sem hugmynd eða skoðun (annars manns) er meðtekin án þess að rökum, fortölum, skipunum eða nauðung sé beitt. Í íslensku alfræðiorðabókinni er útskýrt að sefjun sé vísviljandi beitt í sumum tilfellum, til dæmis í auglýsingum, og að þekktasta gerð sefjunar sé dáleiðsla.

Samheiti:

blíðka, deyfa, draga úr, hægja, létta, líkna, lægja, milda, minnka, mýkja, sefa, slaka á, svía; hlýna

London – Miðvikudagurinn 15. ágúst 1945

Georg 6. Bretakonungur setti breska þingið í dag. Að venju lýsti hann við það tækifæri stefnu ríkisstjórnarinnar í aðalatriðum. Sagði konungur, að alt kapp yrði lagt á það, að heimflutningi breskra stríðsfanga í Austurálfu yrði hraðað sem mest. Lögð yrðu fyrir þingið frumvörp um endurskoðun iðnreksturs Bretlands og aukna útflutningsverslun.
Myndi í þessum efnum verða gripið til aukins eftirlits eða þjóðnýtingar. Englandsbanki yrði þjóðnýttur, svo og kolanámur landsins.

Þá yrðu gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr húsnæðisvandræðunum í landinu. Yrði hafist handa um skipulagðar húsasmíðar og framleiðslu byggingarefna. Þá yrði komið á víðtækri fjelagsmálalöggjöf. Heilbrigðismálalöggjöf landsins yrði látin koma til framkvæmda. Stjórnin myndi vinda að því bráðan bug, að Indland fengi sjálfsstjórn. Loks myndi bráð- lega þess vera farið á leit við þingið, að það staðfesti skipulagsskrá hinna sameinuðu þjóða, sem gerð var á ráðstefnunni í San Francisco.

Konungshjónin hylt

Geysilegur mannfjöldi hylti konungshjónin fyrir utan þinghúsið, er þau komu þangað og fóru þaðan. Fyrir utan konungshöllina safnaðist mikið mannhaf síðar um daginn.

Urðu konungshjónin að koma þrisvar út á hallarsvalirnar til þess að sefa mannfjöldann.

Attlee forsætisráðherra og þrír yfirmenn herforingjaráðs Breta gengu á fund konungs og báru fram heillaóskir sínar í tilefni sigursins. Skömmu síðar gekk Churchill, forvígismaður stjórnarandstöðunnar, fyrir konung í sömu erindagerðum.
(Tímarit.is)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla