fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 08:58

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansparið og hjónin Hanna Rún Óladóttir Bazev og Nikita Bazev lentu í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu í latíndönsum í Þýskalandi um helgina.

Hanna Rún greindi frá árangri þeirra hjóna á Instagram: „Þúsund þakkir allir fyirr kveðjurnar, við kunnum svo að meta öll fallegu skilaboðin frá ykkur.“

Mynd/Instagram @hannabazev

Fyrir keppnina voru hjónin í efsta sæti heimslista Alþjóða dansíþróttasambandsins (WDSF) í latíndönsum í flokki atvinnudansara, en þetta var í fyrsta skipti sem íslenskt par trónaði á toppi listans.

Sjá einnig: Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Latíndansar samanstanda af samba, cha cha cha, rúmba, paso doble og jive.

Í byrjun október lentu þau í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í Róm.

Fókus óskar danshjónunum innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn úr The Blind Side búinn að léttast um 90 kíló

Leikarinn úr The Blind Side búinn að léttast um 90 kíló
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sá fram á að snúa aftur á vinnumarkað en ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands kemur í veg fyrir það

Sá fram á að snúa aftur á vinnumarkað en ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands kemur í veg fyrir það