Hanna Rún greindi frá árangri þeirra hjóna á Instagram: „Þúsund þakkir allir fyirr kveðjurnar, við kunnum svo að meta öll fallegu skilaboðin frá ykkur.“
Fyrir keppnina voru hjónin í efsta sæti heimslista Alþjóða dansíþróttasambandsins (WDSF) í latíndönsum í flokki atvinnudansara, en þetta var í fyrsta skipti sem íslenskt par trónaði á toppi listans.
Sjá einnig: Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Latíndansar samanstanda af samba, cha cha cha, rúmba, paso doble og jive.
Í byrjun október lentu þau í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í Róm.
Fókus óskar danshjónunum innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.