Í síðustu viku var greint frá því að þau væru hætt saman eftir næstum níu ára samband. Þau eiga saman dóttur.
Sjá einnig: Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Orlando birti tvær óræðar færslur á Instagram í byrjun vikunnar. Hann vísaði meðal annars í Búdda.
„Hver dagur markar nýtt upphaf. Hvað við gerum í dag skiptir mestu máli.“
Hann vísaði einnig í orð Daisaku Ikeda: „Það er mikilvægt að taka fyrsta skrefið. Að komast yfir lítinn ótta sem gefur þér hugrekki fyrir næsta dag.“
Hvorki Orlando né Katy hafa tjáð sig opinberlega um sambandsslitin.