fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fókus

Ugla Hauksdóttir leikstýrir Alien og Eldunum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. júní 2025 22:15

Eldarnir: Vigdís Hrefna Pálsdóttir í hlutverki Önnu og Pilou Asbæk í hlutverki Thomasar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Hauksdóttir leikstjóri, leikstýrir tveimur stórum verkefnum sem verða frumsýnd með aðeins mánaðar millibili síðsumars.

Í ágúst frumsýnir FX og Hulu/Disney Plus stórseríuna Alien: Earth, nýjustu útgáfu úr hinum goðsagnakennda Alien-heimi. Ugla leikstýrir þar tveimur þáttum, undir stjórn framleiðandans og höfundarins Noah Hawley (Fargo, Legion), og er þar með ein fárra íslenskra leikstjóra sem hafa fengið að stýra verkefnum af þessari stærðargráðu í bandarísku streymislandslagi. Nýlega kom út stikla fyrir þættina.

Í byrjun september, verður kvikmyndin Eldarnir frumsýnd, en hún byggir á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Ugla leikstýrir myndinni sem fjallar um Önnu Arnardóttur, einn fremsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tveimur hamförum í einu: eldgosi sem ógnar öryggi almennings og ástarsambandi sem gæti lagt hjónaband hennar í rúst. Mikil eftirvænting ríkir fyrir myndinni og hefur hún selst vel víða um heim.

Ugla hefur áður leikstýrt þáttum í þáttaseríunum Hanna (Amazon Prime) og The Power (Amazon Studios).

Ugla Hauksdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum