fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Fókus

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2024 19:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir margar algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD leiti ítrekað í kvöldsnarl eftir kvöldmat. 

Skápaskrölt og skúffugrams eins og Ragga kallar það í grein sinni á Facebook og segir hún að slíkum aðgerðum fylgi oft tilheyrandi skömm, samviskubit, vonleysi, niðurrif og uppgjöf.

🔹Allt-eða-ekkert hugsunin er oft allsráðandi hjá ADHD keyrir mörg í að tileinka sér reglur og refsingar, boð og bönn í kringum mat. Allt sem er gómsætt og gúrmeti má ekki koma í radíus við munnvikin, og oft er borðað of lítið í tilraun til horunar á holdi. Þegar framheilinn lognast út af á kvöldin er skítur gefinn í þessar reglur og allt bannað raðast í ginið.

🔹Góður matur, sérstaklega sætmeti, kruðerí, sykursósað og brasað losar út vellíðunarhormónið dópamín og sumar rannsóknir sýna að ADHD séu næmari fyrir verðlaunaáhrifum hegðunar sem losa út dópamín í heilanum. Ein rannsókn leiddi í ljós að fólk með ADHD sýndi aukna virkni í heilanum þegar það sá myndir af mat borið saman við samanburðarhóp.

🔹Fólk með ADHD er oft með verri tengsl við líkamleg merki um svengd og seddu og þar að auki dempa ADHD lyf oft matarlyst sem veldur því að lítið er borðað yfir daginn. Matarlystin kikkar svo inn á kvöldin sem veldur ofáti.

🔹Að sama skapi er oft borðað óreglulega yfir daginn því hýperfókusinn gerir okkur djúpt sokkin í verkefni, og þar af leiðandi dúndrast of fáar hitaeiningar inn í maskínuna sem veldur epísku hungri á kvöldin og hönd mokar í munn á hraða ljóssins.

🔹Matur er skotheld leið til örvunar (stim) og dægrardvalar en ADHD fólk strögglar oft með að stýra örvun sinni. Þess vegna borða mörg í leiðindum og eirðarleysi. Ekkert örvar heilann jafn mikið og dópamínmarineringin í heilögu þrenningunni: fitu, sykri og salti.

🔹Að sama skapi er oft skortur á bjargráðum í erfiðu tilfinningaástandi og þá verður matur hækja, huggun og vinur í leiðindum, pirringi og stresskasti. Matur, sérstaklega einföld kolvetni keyra niður kortisól og færir okkur hratt úr streitukerfinu yfir í sefkerfið, og dempar niður spennuna í skrokknum.

🔹Mörg halda uppi grímunni allan daginn og ríghalda í sér eins og krakki í pissuspreng að grípa ekki fram í, hafa allt upp á tíu í vinnu og á heimili. Matur verður þá leið til að hneppa frá brókinni, losa hömlurnar í framheilanum og sefa sjálfið.

Mynd: Ragga nagli

Lausnir við vandanum

Ragga bendir á að ef þú tengir við eitthvað af ofantöldu er líklegt að þú sért ekki að næra þig reglulega og tryggja næga inntöku, að þig vanti stærri verkfærakistu með bjargráðum sem eru ekki matur til að kljást við streitu, leiða og kvíða, sem og að kúpla inn meiri sjálfsrækt.

Um leið og þú áttar þig á hvernig ADHD heilinn er að hafa áhrif á samband þitt við mat kviknar oft á ljóstýru sem hjálpar helling í heilbrigðara samband við mat,“ segir Ragga sem munhalda fyrirlestur um áhrif ADHD á matarvenjur á málþingi ADHD samtakanna 11. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney hneyslar enn og aftur – Snerti á sér einkastaðina og skakaði sér í „twerk“ dansi

Britney hneyslar enn og aftur – Snerti á sér einkastaðina og skakaði sér í „twerk“ dansi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“

Gene Simmons svarar fyrir meintan perraskap – „Ég stend við allt sem ég sagði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar óttast að kalt stríð ríki milli hertogahjónanna og þau eigi alvarlegt samtal framundan

Sérfræðingar óttast að kalt stríð ríki milli hertogahjónanna og þau eigi alvarlegt samtal framundan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögmaður P. Diddy segir að þetta sé erfiðast fyrir hann í fangelsinu

Lögmaður P. Diddy segir að þetta sé erfiðast fyrir hann í fangelsinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“