fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Ræddu viðhorf Dana til Íslendinga – „Danir eru Flanders og Íslendingar eru Hómer“

Fókus
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu spunnust umræður um viðhorf Dana til Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit. Eins og venjulega sýndist sitt hverjum en nokkuð var um að þau sem tóku þátt í umræðunum teldu Dani líta niður á Íslendinga. Ljóst er að saga Danmerkur og Íslands er samtvinnuð langt aftur í aldir og Danmörk er það land þar sem flestir Íslendingar búa, fyrir utan Ísland. Það getur því verið áhugavert að velta fyrir sér viðhorfi þjóðanna í garð hvorrar annarrar. Af sumum innleggjanna í umræðunni má þó ráða að þau eru ekki sett fram í mikilli alvöru.

Málshefjandi þessa umræðuefnis var þó ekki að velta fyrir sér viðhorfi Dana til Íslendinga heldur öfugt en umræddur aðili er af bæði dönsku og íslensku bergi brotinn:

„Pabbi minn er frá Íslandi, mamma mín er Dani. Ég hef búið allt líf mitt í Danmörku. Mig langar að vita hvað Íslendingum frá Íslandi finnst um Danmörku og Dani?“

Óæðri

Margir þáttakendur í umræðunni kusu að svara þessari spurningu með því að vísa til þess hvernig þeir teldu Dani líta á Íslendinga. Hér verða aðeins tekin nokkur dæmi:

„Ég hef lengi unnið í ferðaþjónustu, því miður eru of margir Danir sem koma hingað sem að líta niður á Íslendinga. Sumum þeirra virðist finnast eins og við séum einhvernveginn óæðri sér.“

Annar aðili andmælti þessu hins vegar:

„Alls ekki mín reynsla þegar ég vann í þeim geira. Reyndar þá tala ég fína dönsku.“

Íslendingur sem segist búa í Danmörku kaus að grípa til bandarísku sjónvarpsþáttanna um Simpson fjölskylduna til að bera saman Dani og Íslendinga:

„Sem Íslendingur i Danmörku get ég staðfest að Danir eru Flanders og Íslendingar eru Hómer.“

Mega næs og skemmtilegir eða mega hrokafullir

Einn aðili telur viðhorf Dana til Íslendinga misjöfn og einstaklingsbundin:

„Það eru eiginlega bara Danir sem eru mega næs og skemmtilegir í okkar garð eða Danir sem eru mega hrokafullir. Okkur finnst t.d. gaman að koma til Danmerkur og að vera í Danmörku en okkur þykir miður hversu margir Danir líta niður á okkur. Jújú, þið eruð voða ligeglad og svona og drekkið mikinn bjór og finnst gaman að djamma, en eruð líka „nýlenduríki“ og lítið varla á Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga sem fullgildar Norðurlandaþjóðir, á meðan við gerum það, alveg sama hvaða stjórnmálasambandi hinar þjóðirnar eiga í við Danmörku. Þetta er svolítið svona Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland og við hin erum svona „afterthought.“ Sumir Danir þykjast t.d. vísvitandi ekki muna eftir því hvaðan íslenskir nágrannar þeirra koma (ó ertu ekki Færeyingur, fékk t.d. einn frændi minn að heyra í fimm ár). En þeir Danir sem koma fram við okkur af virðingu eru allir upp til hópa frábært fólk og ekkert nema almennilegheitin.“

Annar þátttakandi í umræðunum telur hins vegar viðhorf Dana til Íslendinga almennt gott en þó ekki í garð ákveðins hóps:

„Hef búið í Danmörku, gengið í skóla þar, unnið, aðlagast og umgekkst aðallega Dani. Ég er búin að vera að hugsa lengi um að flytja þangað aftur með börnin mín, ég elska Dani og landið þeirra en fann aftur á móti að það var talsvert um andúð í garð sumra Íslendinga- þeirra sem ekki höfðu fyrir að aðlagast samfélaginu og læra málið og það er að mörgu leyti skiljanlegt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?