fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Jóhanna Guðrún flytur Þjóðhátíðarlagið í ár og gefur út ábreiðu af laginu „Hetjan“

Fókus
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 14:47

Jóhanna Guðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag 5. apríl tilkynnti Jóhanna Guðrún að hún væri höfundur og flytjandi að Þjóðhátíðarlaginu árið 2024. Lagið ætlar hún að vinna með Halldóri Gunnari Pálssyni og hlakkar til að leyfa þjóðinni að heyra það á vordögum. Það er nóg um að vera hjá Jóhönnu þessa dagana en á föstudaginn gaf hún líka út ábreiðu af laginu “Hetjan” með Herra Hnetusmjör, Huginn og Þormóði Eiríkssyni.

“Steindi Jr. sagði að honum langaði að heyra þetta lag í mínum flutningi. Þegar ég var búin að hlusta á lagið að þá rann það upp fyrir mér að þetta er lagið sem að ég hef verið að leita að en mig hefur lengi langað til að gera svona ábreiðu, með lagi sem að fólk myndi ekki endilega giska á að ég myndi flytja. Ég lét bara vaða og er virkilega ánægð með útkomuna og ég vona að þið séuð það líka.”

Mamma þarf að djamma snýr aftur aftur laugardaginn 13. apríl. Mamma þarf að djamma er viðburður skapaður til að gera konum í atvinnulífinu á Íslandi hátt undir höfði eina kvöldstund þar sem konur, vinkonur, mæðgur og allt fólk sem vill hafa gaman og heiðra konurnar í lífi sínu koma saman. Mömmur þurfa pásu, hvíld frá þriðju vaktinu, njóta lífsins og hafa gaman. En að sjálfsögðu eru öll kyn velkomin. Viðburðurinn er upplifun en ekki bara tónleikar.

“Á honum fá kvenfrumkvöðlar tækifæri til að kynna fyrirtækin sín svo þetta er eins og lítið fyrirtækja expo fyrir konur í atvinnulífinu. Við bjóðum síðan upp á frábæra tónleika dagskrá. Viðburðurinn á að vera hvatning og innblástur fyrir aðra sem vilja fara í rekstur eða stofna eigið fyrirtæki. Þessi hugmynd kom í kjölfarið af því að ég hef sungið þetta skemmtilega lag síðan 2013 með Baggalúti og það hefur fylgt mér alla tíð síðan og mig langaði bara hreinlega að gera eitthvað meira úr því! Þannig fór ég að velta því fyrir mér hvernig væri hægt að fagna konum í gegn um þetta lag og þá spratt hugmyndin að þessum viðburði.”

Samhliða undirbúningi á Mamma þarf að djamma hefur Jóhanna gefið út vel valin lög með Halldóri Gunnari sem hafa verið flutt alla föstudaga fram að viðburði hjá FM95BLÖ, Hetjan er einmitt eitt af þeim. Lögin eru komin út á Spotify og það lag sem fær bestu viðtökurnar þar verður svo flutt á tónleikunum. Auddi og Steindi trylla lýðinn og gestir Jóhönnu á sviði verða einnig Sigga Beinteins, Sverrir Bergmann og Hreimur sem mæta og taka sín bestu lög á Mamma þarf að djamma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður