fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Svava Kristín: „Ég gæti ekki gefið barninu mínu betri og dýrmætari gjöf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2024 12:23

Svava Kristín Grétarsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, er búsett í Reykjavík en getur ekki beðið að flytja aftur á heimaslóðir. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og ætlar að gefa dóttur sinni þá dýrmætu gjöf að alast upp á eyjunni fögru.

Svava Kristín er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á þáttinn hér að neðan eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Svava Kristín er Eyjamaður í húð og hár. Hún segir að það hafi verið yndislegt að alast upp þar. „Það var best í heimi. Það er ekki hægt að lýsa því. Það var alltaf sól, grænt gras, fótbolti og úti að leika og gaman. Það er ekkert betra. Það er algjört himnaríki að vera þarna,“ segir hún.

Hún segir að það sé ekki spurning hvort hún snúi aftur til Eyja heldur sé spurningin bara hvenær.

„Ég var fyrir löngu síðan búin að ákveða það eftir að ég flutti til Reykjavíkur árið 2011. Ég vissi alltaf að ég færi aftur til Eyja og ef ég myndi eignast barn þá myndi ég fara til Eyja um leið og barnið hefði svona orðið vit, því að þetta er besta gjöf sem ég get gefið barni, að fá að alast upp í Vestmannaeyjum. Ég gæti ekki gefið barninu mínu betri og dýrmætari gjöf en það. Þegar ég lít til baka þá eru þetta mín mestu forréttindi í lífinu, að hafa fengið að alast upp í Eyjum og að fá að alast upp sem Eyjamaður, það er ekkert sem toppar það og ef ég get gefið barninu mínu þá dýrmætu gjöf þá að sjálfsögðu geri ég það.“

Mægðurnar á góðri stundu.

Svava Kristín eignaðist dóttur, Andreu Kristnýju, í janúar með aðstoð tæknifrjóvgunar. Hún segir það ganga ótrúlega vel og að lífið leiki við þær mæðgur. Leikskólamál eru því miður annað mál en Svava Kristín sér ekki fyrir sér að Andrea Kristný komist að fyrr en haustið 2026 nema einhverjar breytingar eigi sér stað í menntamálum á næstunni. Sem betur fer er hún með sterkt bakland og foreldra sem ætla að hjálpa henni að brúa bilið eftir að Svava Kristín byrjar aftur að vinna í mars á næsta ári.

Kleif upp metorðastigann

Svava Kristín vann sig upp metorðastigann og kom sér á þann stað sem hún er í dag. Hún byrjaði árið 2012 í þjónustuverinu hjá 365 miðlum, fjölmiðlasamsteypunni sem átti meðal annars Stöð 2 á sínum tíma. Hún vann þar í þrjú ár þar til hún fékk draumatækifærið árið 2015 og hóf störf hjá Stöð 2.

„Þegar ég flutti til Reykjavíkur ætlaði ég mér að komast einhvern veginn í það sem mig langaði að gera. Þá þurfti ég að koma mér inn í fyrirtækið fyrst og kynnast fólki og reyna einhvern veginn að smeygja mér inn,“ segir hún hlæjandi.

„Ef maður er ekki með nein sambönd og þekkir engan þá þarf maður að búa til þau sambönd og koma sér sjálfur á þennan stað, og sem betur fer tókst það hjá mér.“

Svava Kristín er íþróttafréttamaður á Stöð 2.

Gaman en auðvitað líka krefjandi

Aðspurð hvort hún hafi átt erfitt með að vera skyndilega opinber manneskja, að fólk heima í stofu hefði álit á henni og jafnvel auglýsti það á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook, svarar Svava Kristín neitandi. „Ég er náttúrulega með eindæmum athyglissjúk,“ segir hún kímin.

Í fyrra var Svava Kristín talsvert í fjölmiðlum eftir að hún greindi frá því á að hún væri ólétt og að hún stæði ein að þessu með hjálp nútímatækni. Hún segir að hún hafi vissulega orðið vör við smá umtal á netinu en ekki kippt sér upp við það.

„Jú, jú, ég sá alveg nokkur komment: „Hva, af hverju fær hún sér ekki bara að ríða?“ Það voru alveg fyndin komment þarna en þau eru bara svo barnaleg, af hverju ætti maður að pirra sig á því. Ég mætti öllum með opinn faðm,“ segir hún og bætir við að hún hafi mestmegnis fengið jákvæð viðbrögð og hún hafi fundið fyrir miklum stuðning frá fólki.

Svava Kristín tilkynnti um óléttuna á Instagram.

„Fólk skilur þetta alveg í dag, þetta er ekkert tabú. Þetta er ógeðslega einfalt og sem betur fer orðið miklu algengara að konur séu að feta þennan veg. Mig langaði bara geðveikt mikið í barn. Ég nenni ekkert að vera örvæntingarfulla gellan stanslaust að reyna að ná í einhvern gaur bara til þess að eignast barn, þá er ég að fara á röngum forsendum inn í það mögulega samband,“ segir hún.

„Auðvitað er dásamlegt að fá að ala upp barn með maka og að barnið manns eigi föður. En eins og ég segi, það má líka horfa jákvæðum augum á þessa stöðu, því ég sé ekkert nema jákvætt við þetta.“

Svava Kristín  segir að þó hún einblíni á það jákvæða þá sé þetta auðvitað líka krefjandi.

„Ég tala um hvað þetta er jákvætt, skemmtileg og æðislegt, en auðvitað er þetta krefjandi. Það er krefjandi að vera mamma í sambandi, þá er vissulega krefjandi að vera mamma ein, það bara segir sig sjálft. Þannig þetta er alveg erfitt líka og ég segi alveg, við ungar stelpur sérstaklega, ekki endilega hlaupa í þetta í kringum tvítugt.“

Hlustaðu á þáttinn á Spotify eða öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Svövu Kristínu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi
Hide picture