fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Harmleikur eða hrottalegt morð? – Hvað kom fyrir Dag Hammerskjöld?

Fókus
Föstudaginn 14. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag Hjalmar Agne Carl Hammarskjöld var sænskur hagfræðingur og diplómati sem starfaði sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1953 til dánardags árið 1961. Hann vann þrekvirki við að styrkja þessi ungu samtök sem allir þekkja í dag og naut virðingar fyrir störf sín. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels eftir að hann lét lífið í miklum harmleik.

Árið 1961 var hann á leiðinni til að semja um vopnahlé í Kongó þegar flugvél hans fórst. Hammarskjöld lét lífið ásamt 15 öðrum. Enn í dag er ekki fyllilega vitað hvað olli slysinu. Upphafleg rannsókn benti til þess að flugmaður vélarinnar hefði metið aðstæður vitlaust. Þáverandi Bandaríkjaforseti, Harry Truman, taldi þó að brögð væru í tafli. Hann sagði í ræðu degi eftir slysið að „þeir“ hefðu myrt diplómatan. Hvað var forsetinn að vísa til? Hvað olli slysinu og hver vildi sjá mann, sem barðist fyrir frið, myrtan? Félagarnir í Álhattinum reyna að svara þessum spurningum í nýjasta þætti sínum þar sem þeir velta fyrir sér örlögum Dag Hammerskjöld, en um andlát hans, eins og um flestar ráðgátur, hafa komið fram samsæriskenningar.

Hvaða merkingu hefur spaðaásinn?

Segir í lýsingu þáttar:

„Dag Hammerskjöld, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, lést er flugvél hans og fylgdarmanna hans, fórst á leið til friðarviðræðna í Kongó 18. september 1961. Upphaflega var talið að mistök flugmannsins eða veðuraðstæður leitt til þess að flugvélin brotlenti, en fljótlega fóru að renna tvær grímur á fólk og ýmsa fór að gruna að ekki væri allt með felldu og mögulega væri þarna eitthvert óhreint mjöl í pokahorninu.

En hver var Dag Hammerskjöld eiginlega, hvernig hlaut hann þessa stöðu hjá sameinuðu þjóðunum og hví ætti einhver að vilja hann feigan??

Getur verið að yfirlýsingaglaður og skoðanagjarn Dag hafi aflað sér það mikillar óvildar innan Sameinuðu þjóðanna með gegndarlausri baráttu sinni fyrir því sem hann taldi réttlátari og betri heim? Er möguleiki á að nýlenduherrar, á borð við Belga og/eða Breta, hafi hreinlega fengið nóg af þessum óþreytandi réttlætisriddara, sem hætti ekki að tjá sig um arðrán og þjófnað vesturveldanna í Afríku, og látið koma honum fyrir kattarnef?

Hver er The Lone Ranger og hvernig tengist málið belgískum námufélögum og Suður-Afrísku hafrannsóknarstofnunni?

Hvers vegna var lík Dags það eina sem brann ekki til kaldra kola í vélinni og hví mættu yfirvöld og rannsakendur ekki á staðinn fyrr en mörgum klukkustundum eftir hrapið og hví vildu þau ekki ræða við öll vitnin heldur einungis fáa útvalda? Afhverju fannst spaðaásinn í skyrtukraga Dags og hvaða merkingu hefur spaðaásinn ef einhverja?

Allan Dulles fyrrverandi forstjóri CIA og góðvinur þáttarins berst einnig í tal og eignarhaldi belgískra námufélaga er velt fyrir sér auk þess er stiklað á stóru í sögu Kongó, sjálfstæðisbaráttu nýlenduríkjanna og sögu sameinuðu þjóðanna.

Þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér þeirri áhugaverðu en kannski lítt þekktu samsæriskenningu að nýlenduherrarnir hafi látið granda vél Dag Hammerskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.“

Lone Ranger

Um er að ræða eina dularfyllstu ráðgátu kalda stríðsins og er rannsókn þess enn opin hjá Sameinuðu þjóðunum. Í gegnum árin hafa ýmsar kenningar komið fram í bókum, heimildarmyndum, þáttum og fjölda greina. Vitni að slysinu sögðust hafa séð vélina í ljósum logum áður en hún skall á jörðinni. Því er talið að annað hvort hafi vélin verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð.

Eftir að Sameinuðu þjóðirnar opnuðu rannsókn málsins aftur fyrir áratug síðan hafa nýjar upplýsingar komið upp á yfirborðið svo sem um umræðu í gegnum talstöðvar bandaríska diplómata sem töldu hinn dularfulla Lone Ranger sekan.

Flugmaðurinn og skæruliðinn Jan van Risseghem gekk undir gælunafninu Lone Ranger. Hann var grunaður á sínum tíma um að hafa skotið vélina niður. Hann var ungur og heillandi Belgi af góðum ættum. Kunningi hans, Pierre Coppens, hélt því fram mörgum árum eftir slysið að Risseghem hefði játað á sig morðið á Hammerskjöld. Hann hafi fengið skipun um að skjóta flugvél úr loftinu. Hann hafði þó ekki hugmynd um hver væri um borð. Fjölskylda Risseghem segir hann þó ekki hafa verið færan um slíkt voðaverk.

Eftir að rannsókn málsins hófst að nýju hafa þó komið fram vísbendingar um að flugvél Hammarskjöld hafi ekki verið sú eina í loftinu þennan örlagaríka dag. En það hefur þótt styðja enn fremur við mögulega aðkomu Risseghem. Bandaríkin segjast hafa frekari vísbendingar í fórum sínum, en vilja þó ekki gefa upp efni þeirra og hafa ekki deilt þeim með Sameinuðu þjóðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba