fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

10 atriði sem sýna að Rachel var verst vinanna í Friends

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin Friends sem gekk í tíu ár frá 1994-2004 heldur áfram að eiga sinn trygga aðdáendahóp og sífellt bætast fleiri aðdáendur og áhorfendur í hópinn. Í áranna rás hafa margir horft á þættina með nýjum gleraugum og mögulega séð eitthvað sem þeir tóku ekki eftir við fyrsta áhorf eða þeim þótti ekki athugunarvert við fyrsta áhorf. 

Vinirnir í Friends voru langt því frá að vera fullkomnir, frekar en aðrir, og þó vinahópurinn hafi verið samrýmdur og samheldinn hópur, áttu þeir augnablik þar sem vináttan var ekki beint í fyrsta sæti og þeir sýndu á sér aðra hlið.

ScreenRant tók saman tíu atvik í þáttunum sem sýna fram á að Rachel hafi verið sú versta af vinunum.

Rachel flutti inn til Monicu án þess að spyrja

Rachel vakti mikla athygli í fyrsta atriði hennar í Friends með því að koma inn á kaffihúsið Central Perk í brúðarkjólnum sínum, þar sem hún hafði yfirgefið eigið brúðkaup.  Rachel var að leita að Monicu og fann hana á kaffihúsinu, þar sem Monica kynnti Rachel fyrir vinum sínum. Seinna sama dag var Rachel að tala við föður sinn í síma um brúðkaupið og sagðist vera að flytja inn til Monicu. Hún gleymdi ekki bara að spyrja Monicu hvort hún gæti flutt inn til hennar heldur höfðu þær ekki talað saman í mörg ár og þetta er lykilatriði sem sýnir hversu sjálfhverf Rachel var.

Rachel var ábyrgðarlaus herbergisfélagi alla þáttaröðina

Það að Rachel flutti inn á Monicu án þess að spyrja hana fyrst hefði getað gengið upp ef Rachel hefði verið góður herbergisfélagi, en hún var það ekki. Vissulega tók það Rachel smá tíma að aðlagast því að vera allt í einu fullorðinn og ekki lengur á fjarhagslegum spena föður síns, en hún hélt áfram að haga sér eins og dekurdós mörg ár eftir að hún flutti inn með Monicu og hvorki eldaði, þreif né hjálpaði til. Eitt af óábyrgustu augnablikum hennar sem herbergisfélagi var þegar hún skildi sléttujárn eftir í sambandi í íbúð Phoebe, sem kviknaði út frá og varð til þess að Phoebe bjó tímabundið hjá Joey og Monicu.

Rachel faldi sig fyrir Phoebe af fáránlegri ástæðu

Rachel hugsaði aðeins of mikið um opinbera ímynd sína og það stundum svo mikið að hafði líka áhrif á vini hennar. Í „The One Where Phoebe Runs“ í sjöttu þáttaröð fóru Rachel og Phoebe að hlaupa í garðinum til að mynda enn sterkari tengsl þar sem þær voru orðnar herbergisfélagar, en Rachel var hissa að sjá að Phoebe hafði stórundarlegan hlaupastíl. Rachel varð vandræðaleg yfir hlaupastíl Phoebe, jafnvel þó Phoebe sjálfri væri alveg sama og að skemmta sér, og Rachel endaði með því að þykjast vera slösuð til að fara ekki oftar að skokka með Phoebe. Phoebe stóð hana að lygi og bara hana upp á Rachel, sem endaði með að slaka á og prófa hlaupastíl vinkonu sinnar.

Rachel stal stefnumóti Monicu með Jean-Claude Van Damme

Þegar vinahópurinn heimsótti apann Marcel á tökustað myndarinnar sem hann var að vinna að, kom Monica auga á leikarann Jean-Claude Van Damme, sem hún var hrifin af. Monica var of feimin til að tala við hann og sendi Rachel til að tala fyrir sig, en Rachel endaði með því að daðra við Van Damme og samþykkti að fara á stefnumót með honum. Eftir að vinkonurnar rifust um þetta ákvað Rachel að gefa Monicu stefnumótið eftir, en ekki fyrr en hún sagði Van Damme að Monica vildi þríhyrning með honum og leikkonunni Drew Barrymore.

Rachel eyðilagði brúðkaup Ross og Emily 

Eitt af eftirminnilegustu augnablikum Friends var í fjórðu þáttaröð var þegar Ross sagði nafn Rachel við altarið í stað brúðar sinnar, Emily, en vandamálin í Rachel-Ross-Emily deildinni hófust fyrir brúðkaupið. Rachel átti erfitt með að sætta sig við samband Ross og Emily og ákvað að það væri of sárt fyrir hana að mæta í brúðkaup þeirra, en hún skipti um skoðun á síðustu stundu og flaug til London til að fara í brúðkaupið. Áætlun Rachel var að segja Ross að hún elskaði hann með von um að hann myndi ekki giftast Emily, og þó að hún fengi ekki að tjá sig um tilfinningar sínar, var nærvera hennar nóg til að fá Ross til að segja nafn Rachel fyrir framan alla gestina.

Rachel reyndi stöðugt að spilla samböndum Ross

Samband Ross við Emily var ekki eina samband hans sem Rachel eyðilagði vísvitandi. Fyrst var Julie, sem Ross hitti í vinnuferð, og rétt þegar Rachel hafði áttað sig á tilfinningum sínum til Ross, sneri hann aftur úr ferð sinni með Julie. Julie var alltaf góð og vingjarnleg við allan vinahópinn, en eigi að síður gerði Rachel allt sem hún gat til að eyðileggja samband Julie og Ross. Annað dæmi er Bonnie, vinkona Phoebe, sem hitti vinahópinn í strandhúsinu. Í því markmiði að eyðileggja samband þeirra sannfærði Rachel Bonnie um að verða sköllótt aftur, og þegar það dugði ekki til, játaði hún tilfinningar sínar fyrir Ross, sem varð til þess að hann yfirgaf Bonnie og byrjaði aftur með Rachel. 

Rachel reyndi að klúðra sambandi Joey og Charlie

Á einum tímapunkti bar Rachel tilfinningar til Joey og endurtók fyrrnefnt hegðunarmynstur. Rachel gat ekki sagt Joey hvaða tilfinningar hún bæri til hans því hann var byrjaður að hitta Charlie, vinnufélaga Ross, og þó Charlie væri alltaf kurteis við alla var Rachel köld og dónaleg við hana. Joey og Charlie hættu að lokum saman, og Joey og Rachel fóru að draga sig saman, á meðan Charlie og Ross byrjuðu líka saman. Drukkinn af kjarki upplýsti Ross fyrir framan vinina að Charlie líkaði ekki við Rachel, en hún væri að minnsta kosti nógu þroskuð til að vera kurteis og ekki skipta sér af lífi Rachel.

Rachel samþykkti að giftast Joey strax eftir að hafa eignast barn Ross

Eins og aðdáendur þáttanna vita voru Ross og Rachel sífellt sundur og saman og náði samband þeirra hápunkti þegar drukkið einnar nætur gaman varð til þess að Rachel varð ólétt að dóttur þeirra Emmu. Ross og Rachel komumst að samkomulagi um að byrja ekki saman aftur, en að ala Emmu upp saman. Á fæðingardeildinni gaf móðir Ross honum trúlofunarhring ömmu hans og sagði honum að biðja Rachel. Þegar Ross var á spítalanum datt hringurinn úr jakka hans og Joey tók hann upp, en þegar hann sneri sér við til að sýna Rachel hann leit út fyrir að hann væri að fara að biðja hennar og Rachel sagði „já“ án umhugsunar. Rachel bar engar tilfinningar til Joey og hún var nýbúin að eignast barn með Ross, og að samþykkja að giftast Joey varð til að skapa vesen milli þeirra þriggja.

Rakel laug að föður sínum og eyðilagði annað samband Ross

Þegar Rachel varð ólétt átti hún í vandræðum með að segja föður sínum, Dr. Green, frá óléttunni og var handviss um að hann yrði ekki ánægður með tíðindin. Rachel laug því að föður sínum að þau Ross væru trúlofuð, síðan þegar hún sagði föður sínum sannleikann, laug hún aftur og sagði að Ross vildi ekki giftast henni vegna þess að hún væri skemmd. Þetta varð til þess að faðir Rachel bar þetta allt upp á Ross fyrir framan kærustu Ross, Monu, sem olli vandamálum í sambandi Ross og Monu.

Rachel stal ítrekað sviðsljósinu frá Monicu

Monica og Rachel voru bestu vinkonur, en Rachel stal ítrekað sviðsljósinu frá Monicu. Eitt skiptið var þegar Rachel kyssti Ross kvöldiðsem trúlofun Monicu og Chandler var fagnað. Annað skipti var þegar Rachel komst að því að hún væri ófrísk á brúðkaupsdegi Monicu og Chandler, og enn eitt skipti var þegar hún stal nafninu sem Monica hafði ákveðið fyrir framtíðarbarnið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“