fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Ljúflestrarbækur, eins og glæpasögurnar áður, þóttu ekki mjög merkilegt lesefni en það er aldeilis breytt“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2024 19:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókaútgáfan Bókabeitan kynnir nú nýjan bókaklúbb til sögunnar og hefur hann fengið það skemmtilega nafn Bókhildur. Fyrsta bókin Takk fyrir að hlusta eftir Juliu Wheelan í þýðingu Sunnu Dísar Másdóttur er þegar komin í póst til fyrstu áskrifenda. 

„Hugmyndin að bókaklúbbi með ljúflestrarbækur kviknaði fyrir þó nokkru síðan. Við höfum tekið eftir auknum áhuga á bókum sem fjalla ekki um morð, ofbeldi og glæpi. Bækur sem eru notalegar, ljúfar, ástríðufullar og sætar og fjalla um sambönd hvers konar, tilfinningar, tilfinningaflækjur og alls konar mannlegar uppákomur.  

Þar sem Bókabeitan hefur gefið út vinsælar ljúflestrarbækur í nokkur ár þótti okkur tilvalið að bjóða þær bækur í hagkvæmri áskrift til þessa lesendahóps, sem fer sístækkandi. Ljúflestrarbækur, eins og glæpasögurnar áður, þóttu ekki mjög merkilegt lesefni en það er aldeilis breytt,“ segir Birgitta Elín Hassell annar eigenda Bókabeitunnar.

„Takk fyrir að hlusta eftir Juliu Whelan er lýsandi fyrir þær bækur sem verða í klúbbnum. Þetta er í grunninn ástarsaga en fjallar af dýpt og miklum húmor um fjölbreytileika tungumálsins, traust, trúna á lífið og auðvitað trúna á ástina. Höfundurinn er margverðlaunaður hljóðbókalesari og hefur lesið inn yfir 500 bækur. Stór hluti þeirra bóka eru ástarsögur og svokallaðar „kvennabókmenntir“ og hér er hún svo sannarlega að skrifa um heim sem hún þekkir. Hún nýtir sér óspart allar helstu klisjur ástarsagnanna en gerir það á bæði hárbeittan og stundum kaldhæðinn hátt því aðalpersónurnar eru alveg jafn meðvitaðar og lesandinn um allar klisjurnar og hversu raunhæfar þær eru.“

Bókabeitan hefur meðal annars gefið út bækur hinna vinsælu Colleen Hoover og Sarah Morgan og eiga aðdáendur þeirra von á góðu í bókaklúbbnnum, því að sögn Birgittu eru væntanlegar í klúbbnum bækur eftir þær báðar, og bók eftir nýjan íslenskan höfund „og svo er ýmislegt í bígerð sem er of snemmt að láta uppi á þessu stigi. Bækurnar eru valdar af kostgæfni, innihald og áherslur eru mjög fjölbreyttar, en munu allar falla undir þetta ljúflestrar eða kósíkilju- hugtak.“

Um hvað er Takk fyrir að hlusta?

SEWANEE CHESTER þarf að gefa drauma sína um frama í Hollywood upp á bátinn þegar hún lendir í hræðilegu slysi. Hún er þó sátt við nýjan starfsferil en nú sinnir hún leiklistinni sem hljóðbókalesari í upptökuklefa, ekki fyrir framan myndavélarnar. Einn vinsælasti ástarsagnahöfundur heims vill að hún lesi síðustu bók sína á móti Brock McNight, allra heitustu rödd bransans. Sewanee samþykkir með semingi, enda löngu hætt að lesa inn ástarsögur þar sem hún hefur ekki áhuga á að selja tálsýnir og drauma sem geta ekki ræst. 

Þau Brock vinna bæði undir dulnefni, hvort í sínu landinu og í skjóli nafnleysis mynda þau óvænt og náin tengsl. Bæði leggja metnað í að skila góðu verki og eru því í miklum samskiptum. Og múrarnir sem Sewanee hefur byggt um hjarta sitt taka að brotna niður,  hver af öðrum. 

Bókin hefur fengið afbragðsdóma meðal annars hjá öðrum metsöluhöfundum kósíkilja.

„Takk fyrir að hlusta er með fyndnustu, sniðugustu, kynþokkafyllstu og dásamlega flóknustu ástarsögum sem ég hef lesið lengi … Whelan er ein af mínum uppáhaldshöfundum.“ EMILY HENRY, höfundur Fólk sem við hittum í fríi 

„Hnyttin og einlæg ástarsaga, stútfull af nýstárlegum útfærslum á öllum uppáhalds  ástarsagnaklisjunum … Skyldulestur fyrir alla þá sem elska góða ástarsögu.“ TAYLOR JENKINS REID, New York Times metsöluhöfundur.

Þú getur lesið fyrsta kafla bókarinnar hér fyrir neðan.

Takk fyrir að hlusta 1. kafli

Bókaunnendur geta kynnt sér allt um nýja bókaklúbbinn Bókhildur hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“