fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

„Brjóstapúðarnir eru að drepa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2023 12:59

Joy Corrigan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fyrirsætan og leikkonan Joy Corrigan, 35 ára, lét fjarlægja brjóstapúðana sína vegna mikilla veikinda. Hún ákvað að vera opin með ferlið til að vekja athygli á BII (Breast implant illness).

Brjóstapúðaveiki (BII) er yfirheiti yfir ýmis einkenni og aukaverkanir sem má rekja til brjóstapúða. Undanfarin ár hafa margar íslenskar konur stigið fram og lýst einkennum BII og látið fjarlægja sína púða eftir margra ára veikindi.

Sjá einnig: Aðalheiður lét fjarlægja eitur úr líkama sínum: „Það er ekkert útlit þess virði að missa heilsuna“

Joy Corrigan hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum í rúman áratug og meðal annars starfað fyrir Victoria‘s Secret.

Joy Corrigan. Mynd/Getty

„Brjóstapúðarnir eru að drepa mig,“ sagði Joy í myndbandi á TikTok.

„Eitthvað innra með mér er ekki eins og það á að vera, mér finnst ég ekki heilbrigð.“

@joycorriganFacing down my greatest fears led me to a life-altering decision—one that’s redefined my relationship with my own body. 🙏🏻🥹 This has been a very hard decision for me, but I have decided to prioritize my health and remove my breast implants. It has been a scary, difficult, but rewarding time. And even though I’ve been anxious about how to share this, I am so excited to tell my story with the unbelievable support from close friends and family. By staying loyal to my intuition, honoring my body and myself, and with the help and support of so many wonderful people, I’ve made it through. Here I am to share my experience with all of you, and I hope to spread awareness about Breast Implant Illness to women and shed light on the truth of the implant/explant process. Stay tuned as I share my journey. I will be going LIVE on my Instagram with @thejaguarshaman on September 7th at 12 pm noon PST, where I will be hosting a Q&A. I hope you’ll join us and support me through this process ❤️♬ original sound – joycorrigan

Joy viðurkenndi að hún væri ekki aðeins hrædd því þetta væri stór aðgerð, heldur einnig óttaðist hún um áhrifin sem þetta myndi hafa á fyrirsætuferil hennar.

„Síðustu 12 ár hef ég verið með brjóstapúða þannig það er mjög erfitt að hugsa til þess að eitthvað sem ég tengi við hver ég er, bæði sem persóna og fyrirsæta, verður allt í einu farið. Ég vil bara vera heilbrigð aftur.“

Skjáskot/TikTok
Skjáskot/TikTok

Joy lagðist undir hnífinn í síðustu viku og leið strax betur daginn eftir aðgerðina. Hún sýndi frá ferlinu á TikTok.

@joycorriganI’m so beyond grateful for the unbelievable support from everyone so far! Here is a video of my surgery with David Rankin and his explant liaison Dee Hikcs and the whole incredible team! I was terrified to go into surgery, but as soon as it was done their was a huge sense of relief and freedom, I instantly knew that I made the right choice and I was so glad I trusted my intuition. Loving my body has been a new concept for me, and this is one act of love that my body will forever be grateful for! Stay tuned as I post more videos showing you all my journey. THANK YOU to everyone who has sent me love and support in this time, I don’t know what I would do without my family and friends and Ted. 😉♬ original sound – joycorrigan


Sjá einnig: Heiðrún veiktist illa vegna brjóstapúða:„Ég var með flensueinkenni og leið mjög illa andlega“

Sjá einnig: Brynja Dan lét fjarlægja brjóstapúðana og andaði strax léttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn