fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Brynja Dan lét fjarlægja brjóstapúðana og andaði strax léttar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:00

Brynja Dan. Mynd/Aldís Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, einn eigandi Extraloppunnar og áhrifavaldur, fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum. Síðan þá upplifði hún ýmsa fylgikvilla, eins og verki, þreytu, erfitt að anda með nefinu, ofnæmi og fleira. Hún ákvað því að láta fjarlægja þá og segist strax hafa andað léttar.

Brynja Dan opnaði sig fyrst um málið á Instagram og ræddi það enn frekar í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B R Y N J A D A N (@brynjadan)

Brotin og lítil í sér

Brynja Dan segir að á þeim tíma sem hún fékk sér púðana, 25 ára og nýbúin að eignast barn, hefði hún verið brotin, lítil í sér og frekar týnd.

„Einhvern veginn að reyna að plástra sjálfstraustið og geðjast öðrum en mér,“ segir hún og bætir við að hún hefur ekki þolað þá síðan hún fékk sér þá.

„Vont að hlaupa, gera armbeygjur, hoppa, sofa á maganum, finn ekki stærðina mína í fötum, alltaf þreytt, með ofnæmi fyrir öllu, get ekki andað með nefinu og fleira,“ segir hún.

Brynja ræddi málið enn frekar í Reykjavík Síðdegis í gær. Hún vekur athygli á breast implant illness, einkennin má skoða í töflunni hér að neðan.

„Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem [púðinn] er farinn að leka eða ekki,“ segir Brynja Dan.

Sjá einnig: Heiðrún veiktist illa vegna brjóstapúða: „Ég var með flensueinkenni og leið mjög illa andlega“

Brynja fór í aðgerðina fyrir viku síðan og var mætt aftur til vinnu nokkrum dögum síðar. Hún segir að bataferlið hefði verið auðvelt og hún hefði ekki verið verkjuð.

„Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft […] Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir hún í Reykjavík Síðdegis.

Brynja tekur það fram að hún skilur vel að fólk ákveði að fá sér púða eða þurfi á þeim að halda. „Ég vona að þær og þau sem það velja, velji það 100 prósent fyrir sig og engan annan og ekki af því að samfélagið eða einhver annar gerir kröfur um það,“ segir hún.

Þú getur hlustað á viðtalið við Brynju í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Olivia Newton-John er látin

Olivia Newton-John er látin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tangó, eyrnasneplar og bílnúmeraplötur – Sérviska fræga og valdamikla fólksins sem fæstir vita af

Tangó, eyrnasneplar og bílnúmeraplötur – Sérviska fræga og valdamikla fólksins sem fæstir vita af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fordæma Hollywood-stjörnur sem sendu hlýjar kveðjur til Anne Heche eftir ölvunaraksturinn sem næstum drap hana

Fordæma Hollywood-stjörnur sem sendu hlýjar kveðjur til Anne Heche eftir ölvunaraksturinn sem næstum drap hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leyndardómar kynlífsklúbbsins – Meðlimir borga allt að 5 milljónir á ári fyrir orgíur

Leyndardómar kynlífsklúbbsins – Meðlimir borga allt að 5 milljónir á ári fyrir orgíur