fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fókus

„Að mati Naglans er trans fólk sterkasta fólk í heimi“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. júní 2023 14:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um trans fólk sem hún segir það sterkasta í heimi þar sem þau leggi á sig gríðarlegar breytingar líkamlega, andlega og félagslega.

„Alex Tilinca er transmaður sem keppir í vaxtarrækt. Alex fæddist í röngum líkama og fór í leiðréttingu 16 ára gamall.

Að mati Naglans er transfólk sterkasta fólk í heimi. Því þau leggja á sig gríðarlegar breytingar, líkamlega, andlega og félagslega, til að lifa í sínum sannleika. Því miður þurfa þau ennþá að þola fordóma og hindranir.

Í þessum heimi eru ennþá til litlar sálir með krullaða sveitta efrivör og krepptar tær í níðþröngum lakkskóm sem neita að skilja, eða hreinlega hafa ekki nægilega þroskaðan framheila til að virða rétt náungans til að ávarpa þau réttu nafni.“

Alex Tilinca

Segir Ragga nagli sjálfsmynd sína ekki felast í að vera líffræðileg kona.

„Naglinn er eiginkona, dóttir, systir, frænka, vinkona, sálfræðingur, pistlahöfundur, fyrirlesari, heilsumelur, ræktarrotta og matarperri.

Kynleiðréttingarferli er ekki sjálfsmynd transfólks, heldur reynsla sem þau fara í gegnum. Sjálfsmynd þeirra er eins og okkar hinna.

Sonur, dóttir, vinur, vinkona, pabbi, mamma, frænka, frændi, starfsvettvangur og áhugamál.

Þegar öllu er á botninn hvolft erum við bara manneskjur.

Þið með krepptar tær þurfið ekki að skilja. En þið þurfið að bera virðingu. Og eyðið orkunni í að vera ekki fáviti, frekar en að hneykslast, rúlla augum, dæsa eða hamra ógeð á lyklaborðið.

Fögnum fjölbreytileikanum…. innan ræktar sem utan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bruce Springsteen aflýsir öllum tónleikum út árið – Loks upplýst við hvaða veikindi goðsögnin glímir

Bruce Springsteen aflýsir öllum tónleikum út árið – Loks upplýst við hvaða veikindi goðsögnin glímir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“