fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Samsæriskenningin sem enn lifir góðu lífi – Er Avril Lavigne lífs eða liðin?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álhatturinn er flunkunýtt hlaðvarp þar sem vinirnir Haukur Ísbjörn, Ómar Þór og Guðjón Heiðar ræða um samsæriskenningar og rannsaka þær bak og fyrir! Þættirnir eru á léttum nótum og eru þannig uppbyggðir að það er tekin fyrir ein fullyrðing í hverjum þætti, drengirnir gefa svo einkunn á skalanum 1-10 byggt á því hve sammála þeir eru fullyrðingunni. Í lok þáttarins gefa þeir svo aðra einkunn og þá er forvitnilegt að sjá hvort og þá hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst eftir þáttinn. 

Í fyrsta þættinum voru ræddar samsæriskenningar almennt, var þá Ómar í 5, Haukur í 6 og Guðjón í 9. Meðaltal umræðuhópsins var annars næstum því nákvæmlega 7. Í dag birtist svo annar þáttur hlaðvarpsins og umfjöllunarefnið er í krassandi kantinum, fullyrðingin sem tekist er á um er svohljóðandi: „Avril Lavigne er dáin/horfin og staðgengill hennar er loddari.“

Strákunum til halds og traust í þetta sinn var Viktor Orri Valgarðsson, bróðir Guðjóns, sem málsmetandi aðili þáttarins.

@alhatturinn Nýr þáttur á morgun! #conspiracy #avril #AvrilLavigne #fypiceland #fyp #conspiracytiktok #avrilisdead #crazytheory #pop #music #podcast #hlaðvarp #spjall #illuminati #samsæri #samsæriskenningar #alhatturinn ♬ original sound – Álhatturinn

Í könnun umræðuhópsins er bersýnilega ekki mikil trú á þessa kenningu en meðaltal meðlima hans er næstum því nákvæmlega 3. Þá gefa 53% aðspurðra kenningunni einkunnina 1. Þó eru nokkrir sem virðast sannfærðir um þetta, 12% sem gefa 9 og heill einn einstaklingur henti sér í tíuna! Það verður þá forvitnilegt að sjá hvort þessi niðurstaða verði öðruvísi þegar könnunin verður endurtekin á mánudaginn, en þá verður einnig tilkynnt um og kosið um fullyrðingu næsta þáttar! 

Avril Lavigne er kanadísk söngkona sem varð heimsfræg á unglingsaldri þegar hún gaf út plötuna Let Go. Þar voru ofursmellir á borð við Complicated, I’m With You og Sk8er boi. Þetta pönkskotna popp varð gríðarlega vinsælt, sérstaklega meðal ungra kvenna og Avril varð fljótt þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og vildi lítið leyfa tónlistariðnaðarmönnum að stjórna útliti hennar, tónlist og hegðun. Þessar hugsjónir virðast hinsvegar hafa fokið út um gluggann þar sem tónlistin hennar í dag er eins dæmigert popp og hægt er að finna. Hún er ekki sama strákastelpa og hún var og er orðin töluvert kvenlegri í hegðun sinni og atferli. Hvort þetta þýði að hún sé dáin/horfin og staðgengill hennar sé loddari má svo deila um en sennilega er enginn sem velkist í vafa um þá staðreynd að breytingarnar eru miklar. 

Álhatturinn mun koma út með tveggja vikna millibili en fyrsti þátturinn náði hæst 3.sæti á meðbyrslista Spotify yfir hlaðvörp á Íslandi. Það er því bersýnilega talsverður áhugi fyrir svona kenningum og við hlökkum til að fylgjast með strákunum!

Samhliða hlaðvarpinu halda strákarnir úti hópi á Facebook, Álhatturinn – Umræðuhópur, meðlimir eru orðnir rúmlega 600 og eru umræður þar fjörlegar. Geta allir áhugasamir sótt um inngöngu. Þar er líka haldin sambærileg kosning bæði fyrir og eftir þáttinn. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum