fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
FókusMatur

Glóðaða parmaskinkubrauðið hans Leifs á La Primavera komið hér

DV Matur
Laugardaginn 11. febrúar 2023 15:08

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar Leif Kolbeinsson matreiðslumeistara og eiganda La Primavera. Þar bauð Leifur upp á glóðaða brauð með parmaskinku og geitaostasósu sem sló í gegn. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut á dögunum heimsótti Sjöfn Þórðar listakokkinn og matgæðinginn Leif Kolbeinsson, eiganda að hinum sívinsæla veitingastað La Primavera. Veitingastaðurinn er í Marshallhúsinu út á Granda og á fjórðu hæð í Hörpu þar sem útsýnið skarta sínu fegursta og fjallasýnin fangar augað.

Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins hefur Leifur í meira en 27 ár verið boðberi nýrra strauma og ilmandi hefða í matreiðslu og kom með ferskan andblæ í íslenska veitingahúsaflóru þegar hann opnaði fyrst og ítalskir réttir fóru að skarta diskana í öllum sínum dýrðarljóma. La Primavera hóf rekstur árið 1993 í Húsi verslunarinnar en árið 1996 flutti staðurinn í Austurstræti og var þar til ársins 2011. Árið 2017 opnaði La Primavera svo í Marshallhúsinu við mikinn fögnuð viðskiptavina sem voru farnir að sakna ítölsku matargerðarinnar sem Leifur er annálaður fyrir.

Er samt ekki bara grillað brauð með skinku og osti

La Primavera býður upp á girnilega blöndu af hefðbundnum réttum af matseðli og nýjungum þar sem íslenskt hráefni og ítölsk hefð renna saman í unaðslegri matarnautn sem er engri lík. Leifur bauð Sjöfn upp á einn frægasta og jafnframt einn vinsælasta réttinn á matseðlinum sem hann sér að sé hreinlega grillað brauð með skinku osti en þetta er miklu meira en bara brauð með skinku og osti. Þetta er í raun parmaskinka á glóðuðu brauði með geitaostasósu og uppskriftina er að finna í bókina hans Leif, Primavera tuttugu og fimm sem hann gaf út í tilefni þess 25 ár voru síðan La Primavera opnaði. Í þessari bók er að vinna þessa unaðslegu ljúffengu uppskrift sem Sjöfn missti sig hreinlega yfir. Í bókinni sviptir Leifur hulunni af vinsælustu réttum La Primavera sem gaman er að reyna leika eftir og njóta heima.

Eins og Leifur nefnir í þættinum er galdurinn við glóðaða brauðið með parmaskinkunni og geitaostasósunni skiptir máli að vera með góða, örþunnt skorna parmaskinku og bragðgóðan geitarost. „Best er að fara í þar til gerða búð , kjötbúð, sama dag og gera á réttinni og fá þunnt skornar sneiðar af heilu læri. Biðjið um að hver og einn sneið sé lögð á smjörpappír og svo annað lag af smjörpappír ofan á, lag fyrir lag svo þær festist ekki saman,“ segir Leifur meðal annars þegar hann kynnir uppskriftina til leiks í bókinni sinni.

Hér gefur að líta þessa frægu uppskrift sem er að finna í bókinni Primavera tuttugu og fimm:

Parmaskinka með geitaostasósu

12-16 sneiðar parmaskinka

1,5 dl kjúklingasoð

1 stk. geitarostur t.d. Cabrette

4 sneiðar hvítt brauð

Jómfrúarolía

Basilíka (nokkur knippi)

Kjúklingasoðið er hitað í potti með rjómanum og geitarostinum, hrært saman við. Haldið sósunni heitri meðan brauðið er ristað, skorið og raðað á diska. Ausið sósunni yfir brauðið og leggi parmaskinkusneiðarnar fallega yfir. Skreytið með basilíku og dassi af olíu. Njótið vel.

Svo er auðvitað alltaf hægt að fara á La Primavera og panta þessa dásemd hjá Leif.

Hægt er að sjá þáttinn hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum