fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Matur

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Skál sem verið hefur á Hlemmi mathöll í nokkurn tíma hefur nú flutt í  nýtt framtíðarheimili að Njálsgötu 1 í miðbæ Reykjavíkur.

Skál var stofnað af þremur vinum Birni Steinari, Gísla Matt og Gísla Grímssyni en nú hefur bæst í eigendahópinn yfirkokkurinn Thomas Lorentzen og veitingastjórinn Jonathan Sadler.

Veitingastaðurinn hefur hlotið titilinn „Best goddamn restaurant in Reykjavík“ frá tímaritinu RVK Grapevine árin 2020, 2022, 2023 og 2024, eins og segir í tilkynningu.

Mynd: Björn Árnason

„Við leggjum mikla ástríðu í matinn þar sem við leitumst eftir að finna besta hráefni sem við getum fengið hér og búum til rétti með frumlega nálgun á íslenskt hráefni en að sama skapi afar fallega og bragðgóða rétti. Maturinn er leiddur af yfirkokki okkar og nýjum meðeiganda Thomas Lorentzen sem hefur gríðarlega reynslu frá Kaupmannahöfn.

Mynd: Gunnar Freyr / Gunnargunnar

Þjónustan og vínseðillinn er leiddur af Jonathan Sadler þar sem aðaláhersla er lögð á vönduð náttúruvín sem við flytjum inn sjálfir frá frábæru víngerðarfólki víðs vegar í Evrópu og svo erum við einnig mjög stoltir að vera með einn besta barþjón landsins Hrafnkel Inga sem hefur unnið til ótal verðlauna fyrir störf sín í faginu á sínum langa ferli.

Ég tala fyrir okkur alla þegar ég segi að við erum ótrúlega spenntir fyrir því að vera komin á okkar framtíðarheimili hér á Njálsgötu 1. Við viljum halda áfram þeirra frábæru stemningu sem við náðum að byggja upp á Hlemmi Mathöll en spýta í og gera það enn betur, okkar hönnun alfarið. Nú er hægt að bóka borð en við höldum alltaf nokkrum borðum sem ekki er hægt að bóka, þannig fólk getur alltaf komið við hjá okkur,“ segir Gísli Matt.

Mynd: Gunnar Freyr / Gunnargunnar
Mynd: Gunnar Freyr / Gunnargunnar
Mynd: Björn Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ten Hag fær einn leik
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska