Kyle Walker fyrirliði Manchester City hefur verið í miklum vandræðum síðustu vikur og spilað illa eins og fleiri.
Walker virðist á nokkrum mánuðum hafa misst mikinn hraða undanfarið og virðst komin yfir sitt besta.
Walker var í brasi í gær og eftir fyrsta mark Juventus í 2-0 tapi þá voru liðsfélagar hans svekktir.
Ilkay Gundogan horfði til Walker með vonbrigða svip sem segir í raun alla söguna.
City hefur verið í tómu tjóni síðustu vikur og í fyrsta sinn í átta ár sem Pep Guardiola er í krísu með liðið.
That look to Walker… Gundogan is all of us pic.twitter.com/r6APHcEsem
— andy 🦦 (@andyymcfc) December 11, 2024