fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Drap óvini sína með hrákanum – Sísvangi soldáninn sem var eitraður inn að beini

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 30. september 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að margan furðufuglinn sé að finna í röðum kóngafólks og fyrirmanna í gegnum aldirnar og sumir segja það kannski ekkert hafa breyst. Það sé kannski bara betur falið.

Einn af þeim sérkennilegri var  Mehmud Beghara (1445 – 1511), soldán af Gujrat sem nú tilheyrir Indlandi.

Fæstar hjákvenna soldánsins lifðu af nóttina.

Borðaði 35 kíló á dag

Soldáninn, sem komst til valda í þessu valdamikla ríkið aðeins 12 ára að aldri, hegðaði sér ekki aðeins óvenjulega, hann leit líka óvenjulega út. Hann var til að mynda hátt í tveir metrar á hæð, sem var vægast sagt óvenjulegt á fimmtándu öld þegar að meðalhæð karlmanna var 170 sentimetrar. Hann hafi snjóhvítt skegg sem náði honum í mitti og yfirvaraskegg sem var það breitt að það þvældist fyrir Beghara og varð því að binda það aftur fyrir höfuð soldánsins.

Beghara hafði gríðarlega matarlyst og borðaði um 35 kíló af mat á dag.

Í morgunmat borðaði hann til að mynda yfir 100 banana og skolaði þeim niður með fleiri kílóum af hunangi og smjöri. Honum fannst gott að fá sér lúr yfir daginn en þess varð þó ávallt að gæta að í kringum rúm hans væru fullir bakkar af gómsætum réttum ef að soldáninn myndi vakna go vilja fá sér snarl. Karlinn var því eðlilega afar feitur, reyndar er honum lýst sem allt að afskræmdum í útliti á seinni árum, en samt sem þótti hann afbragðs hermaður og vann flestar sínar orustur, sem voru margar.

Fílar og tónlist

Soldáninn hafði ýmsar óvenjulegar venjur.

Á hverjum morgni þurftu 50 fílar með reiðmönnum að ganga á móti honum og höfðu fílarnir verið þjálfaðir til að hneygja sig fyrir höfðingjanum. Var það eini starfi fílanna svo og reiðmannanna sem annars höngsuðu fram á næsta morgun þegar að leikurinn var endurtekinn.

Soldáninn borðaði 35 kíló af mat á dag.

Í hvert skipti sem Beghara settist að snæðingi – sem var oft á dag – þurfti stórhljómsveit, skipuð 50 hljóðfæraleikurum að hefja flutning tónlistar. Þurftu allir 50 meðlimir hljómsveitarinnar að vera tilbúnir að hlaupa til í hvelli, skyldi soldáninn finna til svengdar.

Ofurkraftur

En það furðulegasta er kannski að soldáninn hafði ofurkraft. Alvöru ofurkraftMehmud Beghara gat drepið mann með því einu að hrækja á hann. Það dugði soldáninum jafnvel að snerta fólk til að það dytti niður dautt og reyndar sparaði soldáninn sér oft þjónustu böðla sinna með því að sjá sjálfur um verkefnið.

Þegar hann óskaði þess að sjá einhvern þeirra er hann hafði dæmt til dauða yfirgefa jarðlífið lét afklæða manngreyið og færa til sín. Soldáninn horfði svo grimmur á svip á þann dauðadæmda á meðan að hann safnaði í góða munnvatnsklessu áður en hann lét vaða og hrækti á hinn skelfingu lostna, berrassaða fanga.

Lést viðkomandi undantekningarlaust innan hálftíma.

Eitraður inn að beini

Ástæðan fyrir þessu ofurkröftum soldánsins var að frá frumbernsku hafði faðir hans gefið honum daglega örskammta af eitri til að byggja upp hjá syni sínum ónæmi og tryggja þar með að óvinir eitruðu ekki fyrir honum. Það var ástæða til því Indland miðalda var mokfullt af uppreisnum, svikum, valdabaráttu og pólitískum morðum.

Ein af þeim höllum sem soldáninn lét byggja.

Pabbi gamli virtist hafa vitað hvað hann var að gera því Beghara mun hafa verið algjörlega ónæmur yfir eitri og hélt hann áfram að hella ofan í sig stórum skömmtum af alls kyns eitri á hverjum degi alla sína tíð.

Reyndar hafði eiturgjöfin kannski virkað helst til of vel þar sem soldáninn var eitraður í gegn. Alveg inn að beini. Ekki aðeins var hráki hans baneitraður heldur var andardráttur hans, sviti, þvag og hægðir allt baneitrað.

Risastórt kvennabúr

Því miður varð eitraður skrokkurinn banabiti ótal hjákvenna soldánsins sem þurftu að borga fyrir athygli hans með lífi sínu.

Beghara hefur þó sennilega ekki kippt sér upp við dauða einhverra hjásvæfna þar sem hann átti eitt veglegasta kvennabúr Indlands. Var það finna fegurðardísir í hundruðutali, ekki síst frá Afríku, en soldáninn var sérlega veikur fyrir þeim og reiðubúinn að greiða hátt verð fyrir dömur þeirrar álfu. 

En eitthvað virðist karlinn samt sem áður hafa gert rétt því hann lést af náttúrulegum orsökum 66 ára gamall, eða í hárri elli á þessara tíma mælikvarða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn

Eyfi flutti Daga á Hringbraut í gær, sjáið flutninginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

„Kanye er alveg genginn af göflunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“

„Þetta er pínu að ögra fólki en það er aldrei markmiðið, heldur að vera með eins hreinskilna og einlæga umfjöllun og hægt er og þora að fara þangað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp