fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Aftur komið upp um svakalega myndvinnslu Dove Cameron – „Þessi stúlka þarf augljóslega hjálp“

Fókus
Föstudaginn 17. júní 2022 09:30

Myndin til vinstri er upprunaleg en það er búið að breyta þessari til hægri. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-síðan Problematic Fame vekur athygli á muninum á raunveruleikanum og samfélagsmiðlunum og hvernig Instagram getur haft áhrif á fegurðarstaðla samfélagsins. Síðan birtir reglulega myndir sem stjörnurnar birta sjálfar á samfélagsmiðlum og ber þær saman við upprunalegu myndirnar.

Oft er mikill munur á myndum, stjörnurnar eiga það til að breyta áferðinni á húðinni sinni, minnka mittið, handleggi og svo framvegis.

Fyrir stuttu greindum við frá því að síðan kom upp um myndvinnslubreytingar Jennifer Lopez. 

Fyrir og eftir myndvinnslu.

Í nýjustu færslunni er söngkonan Dove Cameron tekin fyrir en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún er til umfjöllunar á síðunni.

Problematic Fame ber saman myndir sem Dove Cameron birti á samfélagsmiðlum við upprunalegu myndirnar á Getty og er greinilegt að söngkonan hefur breytt myndunum talsvert í myndvinnsluforriti. Hún meðal annars minnkaði mittið, handleggina, hálsinn og aðra líkamshluta. Hún breytti húðáferðinni, skerpti á kjálkalínunni og breytti augnumgjörðinni, ásamt mörgu öðru. Síðan vekur einnig athygli á því að Dove breytti einnig Ashton Kutcher og Issa Rae, sem stilltu sér upp með henni fyrir eina mynd.

Í myndbandinu hér að neðan ber síðan þessar myndir saman – upprunalegu myndirnar við þær breyttu – og munurinn er sláandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Problematic Fame tekur það skýrt fram að færslan sé ekki meint sem árás á Dove Cameron og hún sé glæsileg sama hvað. Heldur er verið að benda á að hversu óraunhæfir fegurðarstaðlar samfélagsins eru og að stjörnurnar sjálfar, sem gjarnan setja staðalinn, geta ekki einu sinni staðist þá.

Eins og fyrr segir hefur Dove verið áður til umfjöllunar á síðunni. Í maí 2022 opnaði Dove sig um erfiðleika við sjálfsímynd og líkamskynjunarröskun en tjáði sig ekki um að breyta myndunum sínum.

„Þessi stúlka þarf augljóslega hjálp. En á meðan ætti hún ekki að vera opinber manneskja og fyrirmynd fyrir ungar stúlkur,“ segir einn netverji.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum