fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Kom upp um J.Lo – „Ég er sjaldan í sjokki en þetta er eitthvað annað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. júní 2022 13:29

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-síðan Problematic Fame vekur athygli á muninum á raunveruleikanum og samfélagsmiðlunum og hvernig Instagram getur haft áhrif á fegurðarstaðla samfélagsins. Síðan birtir reglulega myndir sem stjörnurnar birta sjálfar á samfélagsmiðlum og ber þær saman við upprunalegu myndirnar.

Oft er mikill munur á myndum, stjörnurnar eiga það til að breyta áferðinni á húðinni sinni, minnka mittið, handleggi og svo framvegis.

Það er óhætt að segja að stjórnandi síðunnar hafi séð hina ótrúlegustu hluti en nýjasta mynd J Lo virðist hafa slegið öll met.

„Ég held að ég sé búin að finna það ruglaðasta sem stjarna hefur gert í photoshop. Ég er sjaldan í sjokki yfir svona löguðu en þessi mynd er eitthvað annað,“ segir stjórnandinn.

Fyrri myndin er af Jennifer Lopez á rauða dregli MTV verðlaunahátíðarinnar á sunnudaginn. Seinni myndin er myndin sem söngkonan birti sjálf í Story á Instagram.

„Hverju var breytt? Áferðinni á húðinni hennar, augunum, augabrúnunum, nefinu, vörunum, svipbrigði, mjöðmunum og fleiru.“

Hér að neðan má sjá fleiri færslur frá Problematic Fame en síðan tekur það skýrt fram að færslurnar séu ekki árás á stjörnurnar heldur til að sýna hversu óraunhæfir fegurðarstaðlar samfélagsins eru og að stjörnurnar sjálfar, sem gjarnan setja staðalinn, geta ekki einu sinni staðist hann.

Í færslunni hér að neðan má sjá „raunverulega“ húðáferð stjarnanna, ekki þessa sléttu sem við sjáum á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Problematic Fame fer einnig yfir útlit stjarnanna þá og nú.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun