fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fókus

Íslendingar gáttaðir á leiðbeiningum fyrir endaþarmsstíla – „Vissu allir þetta bara?“

Fókus
Þriðjudaginn 14. júní 2022 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Guðmundur Felix vakti athygli á Twitter í gær þegar hann deildi leiðbeiningum fyrir endaþarmsstílana Panodil Junior, en þar kemur fram að setja eigi stílana inn í endaþarminn með flata endann á undan.

„Vissu allir þetta bara???,“ spurði leikarinn.

Svörin létu ekki standa á sér.

 

 

Einn kom með hjálplegar leiðbeiningar til að aðstoða við að muna hvernig stílarnir snúa.

 

Stíla umræðan vakti þó nokkra lukku. Eða ólukku eftir atvikum.

Samkvæmt greinum sem Fókus fann á netinu virðast ekki allir á einu máli um hvernig stílar eigi að snúa á leiðinni inn. Flati endinn sé hentugur til að ýta inn með fingrinum en hins vegar hafi árið 1991 verið birt rannsókn sem breytti afstöðu hjúkrunarfræðinnar á einni nóttu. Höfundar rannsóknar komu með þá kenningu að auðveldara væri að halda stílunum inni í endaþarminum ef flati endinn fer inn fyrst. Þetta sé vegna þess að þegar hringvöðvinn í endaþarminum þrýsti á oddhvassa enda stílsins þá sogist hann upp ef flati endinn fer á undan. Hins vegar séu einnig rök fyrir því að oddhvassi endinn fari fyrst inn. Það sé þægilegra og geti líka auðveldað endaþarminum að leysa stílinn upp.

Fókus kannaði nokkrar mismunandi leiðbeiningar fyrir endaþarmsstílum og bar þeim ekki saman um hvernig stílarnir eigi að snúa.

Svo þó svo að Panodil leiðbeiningarnar segi flati endinn fyrst, virðist allur gangur vera á því. Fólk velur þá aðferð sem hentar því betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Í gær

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow