fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Netverjar keppast við að hæðast að Amber Heard

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. maí 2022 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. apríl hófst aðalmeðferð í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard, vegna greinar sem hún ritaði árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis, en af greininni mátti álykta að þar væri verið að væna Depp um þau brot. Hjónabandi þeirra lauk árið 2016 þegar Heard fór fram á skilnað og sótti samtímis um nálgunarbann gegn Depp.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um mál Johnny Depp og Amber Heard

Bæði Depp og Heard hafa gefið aðilaskýrslur fyrir dómi. Depp gaf sína aðilaskýrslu í lok apríl og sagði að það væri hann sem væri þolandi heimilisofbeldis, ekki Heard. Hann sagði að hún hefði beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi og hann hefði oft þurft að læsa sig inni á baðherbergi til að komast undan henni.

Heard gaf sína skýrslu í síðustu viku og sagði Depp margoft hafa beitt sig ofbeldi.

Netverjar virðast margir standa við bak Johnny Depp og ganga sumir svo langt að gera lítið úr Heard á samfélagsmiðlum. Nýtt trend hefur orðið vinsælt á TikTok undanfarna viku, þar sem netverjar gera grín að frásögn Heard fyrir dómi, hvernig hún talar og svipbrigðum hennar.

Eins og þetta myndband hér hefur fengið rúmlega 30 milljónir í áhorf. Í því má sjá Heard segja frá meintu ofbeldisbroti Depp, en yfir það er búið að setja atriði úr Saturday Night Live þættinum sem Kim Kardashian kom fram í, þar sem hún leikur dómara og segir: „Ew, this is so cringe. Guilty.“

Myndbönd sem eru merkt með myllumerkinu #amberturd hafa fengið yfir 1,2 milljarð í áhorf samkvæmt vefsíðu TikTok. Variety greinir frá. Meðal annars þetta myndband, þar sem kona leikur eftir Heard við aðilaskýrslutökuna, sem yfir tvær milljónir manns hafa líkað við.

Annað myndband með ketti í aðalhlutverki hefur fengið um 16 milljónir í áhorf og 2,6 milljónir „likes.“

Samkvæmt talsmanni TikTok hefur samfélagsmiðillinn eytt út fjölda myndbanda sem nota frásögn Heard fyrir dómi, þar sem það brýtur gegn eineltisstefnu fyrirtækisins.

Mikið hefur einni verið um ýmis jörm (e. meme) á öðrum miðlum, eins og Twitter. Margir netverjar segja það sé ónærgætið gagnvart þolendum ofbeldis að gera lítið úr Heard og frásögn hennar.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um fyrrverandi aðstoðarkonu Amber Heard

Leikkonan Amber Heard brotnaði niður í vitnastúku í síðustu viku þegar hún rifjaði upp meint atvik þegar Johnny Depp hótaði að skera andlit hennar með glerflösku, og setti hana síðan inn í leggöng hennar.

Sjá einnig: Amber Heard segir Johnny Depp hafa „troðið flösku“ inn í leggöng hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar