fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Allt sem þú þarft að vita um fyrrverandi aðstoðarkonu Amber Heard

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. maí 2022 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. apríl hófst aðalmeðferð í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard, vegna greinar sem hún ritaði árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis, en af greininni mátti álykta að þar væri verið að væna Depp um þau brot. Hjónabandi þeirra lauk árið 2016 þegar Heard fór fram á skilnað og sótti samtímis um nálgunarbann gegn Depp.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um mál Johnny Depp og Amber Heard

Bæði Depp og Heard hafa gefið aðilaskýrslur fyrir dómi. Depp gaf sína aðilaskýrslu í lok apríl og sagði að það væri hann sem væri þolandi heimilisofbeldis, ekki Heard. Hann sagði að hún hefði beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi og hann hefði oft þurft að læsa sig inni á baðherbergi til að komast undan henni.

Heard gaf sína skýrslu í síðustu viku og sagði Depp margoft hafa beitt sig ofbeldi.

Sjá einnig: Amber Heard lýsir fyrsta skiptinu sem hún segir Johnny Depp hafa beitt sig ofbeldi

Nokkur vitni hafa gefið skýrslu fyrir dómi, dyraverðir hjónanna og öryggisverðir. En ein kona hefur verið meira áberandi í réttarhöldunum en önnur vitni – fyrrverandi aðstoðarkona Heard, Kate James.

Hefur áratugareynslu undir belti

Kate James var með áratugareynslu sem aðstoðarkona fræga fólksins þegar hún byrjaði að starfa hjá Heard. Samkvæmt aðilaskýrslu hennar rukkaði hún venjulega um 6600 krónur á klukkutímann, eða rúmlega 13 milljónir króna á ári, fyrir störf sín.

Var aðstoðarkona Heard frá 2012 til 2015

James vann sem aðstoðarkona Heard í þrjú ár, frá 2012 til 2015. Hún sagði að hún hefði fengið „mjög illa“ borgað og hafi aðeins fengið helminginn af upphæðinni sem hún var vön að fá í tekjur á meðan hún vann fyrir Heard.

Meðal verkefna hennar var að tala við umboðsmenn Heard og sinna venjulegum hússtörfum, eins og að sækja föt í hreinsun, sjá um hunda Heard, versla í matinn og passa að líf leikkonunnar myndi ganga smurt fyrir sig.

Hreytti í hana ókvæðisorðum

James sagði við aðilaskýrslu að Heard hefði hreytt í hana ókvæðisorðum við minnstu mistök. Hún nefndi dæmi þegar hún gleymdi að ganga frá tímariti og sagði að Heard hefði „gjörsamlega misst vitið“ og „öskrað“ á hana.

Aðstoðarkonan hélt því einnig fram að Heard hafi reglulega sent henni „hrottafengin skilaboð dag og nótt.“

„Ég held að þetta hafi byrjað milli tvö og fjögur um nóttina. Óskiljanlegt með öllu, hún var að láta eitthvað bitna á mér en engin ástæða fyrir því.“

Sagði að Depp væri herramaður

Kate James lýsti Depp sem „algjörum Suðurríkjaherramanni.“

Hún sagði að hann væri „friðsæll, næstum því feiminn“ og hann hefði verið „alveg aðgerðalaus“ oftast þegar hún var í kringum hann. Hún sagði einnig að hann hefði verið mjög indæll við son hennar, lék stundum við hann og gaf honum gjafir.

Kom henni á óvart þegar hún var rekin

James sagði að það hefði komið henni verulega á óvart þegar hún var skyndilega rekin árið 2015. Leikkonan sagðist ekki hafa efni á að borga henni því móðir hennar var veik.

Sakar hana um að stela sögu hennar sem þolanda

Depp stefndi breska götublaðinu The Sun vegna greinar sem var þar birtist í apríl 2018, en réttarhöld fóru fram árið 2020. Depp krafðist skaðabóta vegna fullyrðingar í greininni um að hann væri ofbeldismaður sem hefði beitt Heard ofbeldi. Depp tapaði málinu.

James greindi frá því að Heard hafi beðið hana að deila með sér frásögn sinni af kynferðisofbeldi, og þær svo rætt málið á skrifsofu þeirrar síðarnefndu.

„Ég komst að því að Ms Heard hefði stolið frásögn minni af því að vera þolandi kynferðisofbeldis og breytt henni svo að hún myndi henta henni. Þetta kom mér í mikið uppnám, hvernig vogar hún sér að reyna að nota mína hræðilegu lífsreynslu fyrir sig sjálfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun