fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Fríkaði út þegar hún fékk skilaboð frá ókunnugri konu sem bað að heilsa kærastanum

Fókus
Föstudaginn 14. janúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Traust er nauðsynlegt í samböndum. En stundum getur okkar eigið óöruggi haft af okkur rökhugsun og vit. Þessi fékk kona ein á TikTok að kynnast nýlega. 

Sidney Hummel var í vinnunni þegar hún fékk skilaboð frá númeri sem hún kannaðist ekki við.

„Í skilaboðunum stóð: , hvað segir Bill?, en Bill er kærasti minn.“ 

Sidney velti því fyrir sér hver gæti verið að senda henni þessi skilaboð svo hún fletti upp númerinu og komast að því að eigandi þess er kona að nafni Samantha.

Sidney reyndi þá að hringja í númerið en fékk þá samband við talhólf.

„Ég anda djúpt, því þarna er ég farin að ofanda,“ segir Sidney sem óttaðist hið versta. Bill hlaut að vera að halda framhjá henni með þessari Samönthu og voru því sambandsslit óumflýjanleg.

„Ég kem svo heim og enn er enn í ræktinni. Ég er að gera áætlun um hvernig ég ætla að tækla þetta. Því ég hugsa þarna ef það er verið að halda framhjá mér þá ætla ég að ganga frá þessu sambandi með höfuðið hátt og sanna fyrir honum að ég er það besta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir þennan mann.“ 

Hún ákvað á endanum að best væri að standa í eldhúsinu að þrífa þegar hann kæmi heim. Þá myndi hún snúa baki í hann og gæti spurt um leið og hann opnaði hurðina: „Hvernig hefur Samantha það?“

„Og ég gerði ráð fyrir að hann myndi líklegast ljúga að mér. En þá ætlaði ég að segja: Pakkaðu dótinu þínu snáfaðu út úr húsinu mínu. Og þá væri þetta búið. Ég ætlaði ekki að segja eitt orð við hann í viðbót.“ 

Sidney ætlaði að halda haus og bíða með að brotna saman þar til Bill væri farinn. Áætlunin var klár. Sidney var mjög taugaveikluð, skalf og var orðið óglátt.

„Svo allt í einu fæ ég aftur skilaboð í þetta hópspjall. Og þá kom í ljós að þetta var kona sem vildi eiga í viðskiptum við mig sem ég hitti helgina á undan. Við höfðum einmitt verið að grínast með nákvæmlega þessar aðstæður og sögðum: „Hey ef ég bóka svo tíma hjá þér ætla ég bara að senda þér skilaboð og spyrja hvernig Bill hafi það.“ 

Sidney varð eðlilega fegin. Hún hafði verið að misskilja og kærastinn var saklaus.

„Hann er uppi núna að spila tónlist frá 10 áratugnum og dansa við köttinn okkar svo ætlar hann að elda fyrir okkur.“ 

@sydneyhummell I am still unwell over this one #fyp #MakeABunchHappen #HangUpOnIt ♬ original sound – Sydney Hummell

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“