fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023
Fókus

Sakar kærastann um að hafa haldið framhjá sér með 12 konum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 11:30

Alexander Edwards og Amber Rose. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Amber Rose sakar kærasta sinn til margra ára, Alexander „AE“ Edwards, um framhjáhald. Hún gerir það opinberlega í færslu á Instagram og segir hann hafa haldið framhjá sér með allavega tólf konum.

Parið á saman soninn Slash Alexander Edwards sem er tæplega tveggja ára.

„Ég er þreytt á því að haldið sé framhjá mér og á að skammast mín fyrir það á bak við tjöldin,“ segir Amber.

„Þið tólf aumingjarnir (sem ég veit af, þið eruð örugglega fleiri) megið eiga hann.“

Amber beinir orðum sínum áfram til kvennanna sem hún segir hafa sængað hjá kærasta sínum. „Þið vissuð að hann væri í sambandi og ætti barn en þið ákváðuð samt að sofa hjá honum. Ég sá öll skilaboðin. Þið voruð fullkomlega meðvitaðar en þið skuldið mér enga hollustu þannig það skiptir ekki.“

Skjáskot/Instagram

Amber nefnir engin nöfn í færslunni. „En þið vitið hverjar þið eruð,“ segir hún.

„Ég get ekki lengur verið sú eina sem berst fyrir fjölskyldu minni. Ég hef verið svo trygg og opin en ég hef ekki fengið það sama til baka. Vanvirðingin og svikin eru fáránleg og ég er komin með nóg.“

Amber gagnrýndi einnig móður sína í annarri færslu. „Sjálfselska móðir mín má líka drulla sér út úr lífi mínu,“ segir hún.

„Ég er orðin þreytt á því að vera andlega og tilfinningalega misnotuð af fólki sem ég elska. Ég hef verið að þjást í hljóði í langan tíma en ég get það ekki lengur. Þess vegna hef ég verið svona hljóðlát. Ég er aðeins skel af manneskjunni sem ég var en ég neita að leyfa einhverjum að eyðileggja mig áfram. Fjölskylda eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili
Fókus
Í gær

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Í gær

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið
Fókus
Í gær

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“

Anna Margrét segir takmörk fyrir hversu langt sé hægt að komast á hnefanum – „Það kom fyrir að bæði mamma og pabbi voru veik á sama tíma en ekkert kerfi kom okkur börnunum til hjálpar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar

Þeir voru gjörspilltir og fordekraðir forréttindapésar sem töldu sig öllum æðri – Ákváðu að fremja hið fullkomna morð sér til skemmtunar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn

Komst að leyndarmáli um mág sinn og forðast nú hann eins og heitan eldinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin setti Bridgehátíð

Forsetafrúin setti Bridgehátíð