fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Sakar kærastann um að hafa haldið framhjá sér með 12 konum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 11:30

Alexander Edwards og Amber Rose. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Amber Rose sakar kærasta sinn til margra ára, Alexander „AE“ Edwards, um framhjáhald. Hún gerir það opinberlega í færslu á Instagram og segir hann hafa haldið framhjá sér með allavega tólf konum.

Parið á saman soninn Slash Alexander Edwards sem er tæplega tveggja ára.

„Ég er þreytt á því að haldið sé framhjá mér og á að skammast mín fyrir það á bak við tjöldin,“ segir Amber.

„Þið tólf aumingjarnir (sem ég veit af, þið eruð örugglega fleiri) megið eiga hann.“

Amber beinir orðum sínum áfram til kvennanna sem hún segir hafa sængað hjá kærasta sínum. „Þið vissuð að hann væri í sambandi og ætti barn en þið ákváðuð samt að sofa hjá honum. Ég sá öll skilaboðin. Þið voruð fullkomlega meðvitaðar en þið skuldið mér enga hollustu þannig það skiptir ekki.“

Skjáskot/Instagram

Amber nefnir engin nöfn í færslunni. „En þið vitið hverjar þið eruð,“ segir hún.

„Ég get ekki lengur verið sú eina sem berst fyrir fjölskyldu minni. Ég hef verið svo trygg og opin en ég hef ekki fengið það sama til baka. Vanvirðingin og svikin eru fáránleg og ég er komin með nóg.“

Amber gagnrýndi einnig móður sína í annarri færslu. „Sjálfselska móðir mín má líka drulla sér út úr lífi mínu,“ segir hún.

„Ég er orðin þreytt á því að vera andlega og tilfinningalega misnotuð af fólki sem ég elska. Ég hef verið að þjást í hljóði í langan tíma en ég get það ekki lengur. Þess vegna hef ég verið svona hljóðlát. Ég er aðeins skel af manneskjunni sem ég var en ég neita að leyfa einhverjum að eyðileggja mig áfram. Fjölskylda eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu