fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 10. maí 2021 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Reynis Bergmanns ullu talsverðu fjaðrafoki í síðustu viku. Reynir Bergmann er vinsæll áhrifavaldur með um 17 þúsund fylgjendur á Instagram og stóran áhorfendahóp á Snapchat. Hann er einnig andlit og annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar í Reykjavík og á Selfossi. Hinn eigandinn er kærasta hans og barnsmóðir, Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir.

Sólveig hefur gefið út yfirlýsingu á Instagram og segir fólk vera að ljúga upp á staðinn. „Þetta er bara ALLT OF langt gengið,“ segir hún.

Sjá einnig: Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið

Í lok síðustu viku sagðist Reynir vera „Team Sölvi“ og lét þau ummæli falla að „vændiskonur og mellur“ ættu að „fokka sér“ í tengslum við mál Sölva Tryggvasonar. Hann dró ummæli sín seinna til baka og baðst afsökunar.

Ummælin voru fordæmd á samfélagsmiðlum og sögðust margir í kjölfarið ætla að hætta að versla við Vefjuna og hvöttu aðra til að gera slíkt hið sama.

Segja fólk ljúga

Bæði Sólveig Ýr og Reynir segja að fólk hefur verið að ljúga upp á staðinn undanfarna daga. Reynir sagði frá því á Snapchat í gær að hann hefði talað við föður drengs sem laug því að hafa fengið matareitrun frá Vefjunni. Sólveig gaf út yfirlýsingu þess efnis seint í gærkvöldi á Instagram.

„Ég er búin að sitja á mér núna í 2-3 daga varðandi umtal um VEFJUNA OKKAR, ég er virkilega sár og reið út í fólk að það skuli ljúga upp á slíkt. Við erum búin að vinna hörðum höndum fyrir þetta fyrirtæki og þetta hefur virkilega mikil áhrif á okkur og einnig börnin okkar,“ segir Sólveig.

Skjáskot/Instagram

„Þetta umtal með að við séum að styðja ofbeldi eða nauðganir er bara ÚT Í HÖTT. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þolenda og mun aldrei í mínu lífi styðja slíkan viðbjóð!!!“

Sólveig segir að hún hafi aldrei heyrt um tilfelli af matareitrun á Vefjunni og ef það kæmi upp myndu þau taka á því samstundis.

Hvatvís

Sólveig segist vita hversu „hvatvís hann Reynir getur verið og í fljótfærni tók hann afstöðu með fjölmiðlamanninum þar sem við vissum bara alls EKKI neitt um hans mál, hvað hann væri búinn að gera í kringum tíðina enda ekki að reyna að grafa upp slíkt um fólk! Hann tók þetta til baka eftir að við ræddum saman og ég bað hann vinsamlegast um að tjá sig ekki um þetta mál sem við vissum ekkert um hvort væri satt eða ekki og því yrðum við að vera hlutlaus í þessu máli.“

Skjáskot/Instagram

„En í þessu þjóðfélagi er gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar á heimasíðum okkar og í persónulegum skilaboðum og við eigum þetta bara alls ekki skilið!! Þetta er bara ALLT OF langt gengið og bið ég ykkur vinsamlegast um að hugsa ykkur um tvisvar áður en þið farið að bulla um slíkt. Fæst orð bera minnstu ábyrgð,“ segir Sólveig.

Mikil áhrif

Í samtali við DV segir Sólveig að þetta hefur haft mikil áhrif á dætur þeirra. Saman eiga þau þrjár dætur.

„Þetta hefur haft það mikil áhrif að elsta dóttir okkar hefur fengið ljót skilaboð um að pabbi sinn sé ofbeldismaður og að hann styður ofbeldi ásamt nauðgunum. Hann fékk einnig athugasemdir undir myndina af honum og börnunum hans á Instagram að þeim yrði vorkennt að eiga hann sem pabba því hann hataði konur,“ segir hún.

„Ég er búin að vera með honum inn og út tíu til ellefu ár, þremur börnum ríkari og aldrei upplifað ofbeldi af hans hálfu, hvorki líkamlega né kynferðislega. Hann er með margar konur í hans lífi sem hann elskar og hefur komið vel fram við í gegnum ævina.“

Lokað Instagram

Reynir Bergmann hefur lokað Instagram-síðu sinni og eytt aðganginum. Ekki er vitað hvort hann hafi gert það sjálfur, en DV hefur heyrt af því að nokkrir aðilar tilkynntu Instagram-síðu Reynis vegna ummæla hans.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“