fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. maí 2021 10:05

Sölvi Tryggvason og Reynir Bergmann. Aðsend mynd/Mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann, eigandi Vefjunnar og áhrifavaldur, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín varðandi mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns sem hefur verið kærður til lögreglu af tveimur konum vegna ofbeldis.

Reynir tjáði sig um málið í Instagram Story í gær og sagðist vera „Team Sölvi.“

„RB er team fokking Sölvi Tryggva. Mellur og vændiskonur fokkið ykkur,“ segir Reynir í myndbandinu og gefur myndavélinni puttann.

Reynir hefur síðan þá fjarlægt myndbandið og dregið ummæli sín til baka, eftir að hann var „skammaður“, að hans sögn.

En upptöku af myndbandinu var deilt á Twitter með yfirskriftinni: „AFHVERJUUUUU fá svona kallar platform???? Þetta er í alvöru svo ógeðslega ljótt.“

Myndbandið á Twitter hefur fengið yfir 5500 áhorf þegar fréttin er skrifuð. Netverjar gagnrýna Reyni harðlega og segir baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir einfaldlega: „Éttu fokking skít Reynir.“

Í kjölfar „skamma“ dró Reynir ummæli sín til baka á Instagram í gær.

„Ég er að henda í bullandi afsökunarbeiðni. Það er búið að skamma mig. Auðvitað er ég ekki team neinn. Eða jú,“ segir Reynir og horfir á Sólveigu, kærustu sína, sem segir: „Nei, þú ert bara hlutlaus.“

„Ég er hlutlaus þar til sekt er sönnuð. Auðvitað dreg ég þetta til baka,“ segir Reynir og dregur puttann til baka.

„En mér finnst samt ljótt þegar fólk er bara tekið gjörsamlega af lífi án þess að það sé búið að dæma það. Mér finnst það gróft, mér finnst það mjög ljótt. Ég hef oft lent í því.“

DV hafði samband við Reyni vegna málsins. „Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð punktur […] Ef hann er sekur þá á hann svo sannarlega skilið öll þessi ummæli og góðan dóm,“ sagði hann.

„Ég fyrirlít nauðgara og menn sem lemja konur og hika ekki við að taka svona menn af lífi [á Instagram] og geri það reglulega þegar dómar hafa verið felldir.“

Ummæli um femínista

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ummæli Reynis koma honum í vandræði. Í nóvember síðastliðinn var hann gagnrýndur fyrir ummæli sín um femínista.

Sjá einnig: Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021