fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Íslenskir OnlyFans-notendur fordæma færslu á Brask og brall – „Fyrir neðan allar hellur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 14:45

Klara Sif og Ingólfur Valur. Myndir/Instagram @klarasif @ingolfurvalur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir OnlyFans-notendur fordæma færslu sem var deilt í Facebook-hópinn Brask og brall fyrr í dag. Þar var kona að leita að strákum og stelpum til að gera myndbönd með sér á OnlyFans. Færslunni hefur verið eytt úr hópnum en skjáskot af færslunni er á dreifingu um samfélagsmiðla.

Það mætti segja að OnlyFans-umræða hefur tröllriðið landanum undanfarnar vikur. Kveikjan að umræðunni voru viðtöl Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur við íslenska OnlyFans-notendur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Edda og Fjóla fengu til sín Klöru Sif og viku seinna Ósk Tryggvadóttur og Ingólf Val. Þau eiga það sameiginlegt að selja erótískt myndefni á OnlyFans.

Steinunn Gyðju- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, var í síðasta forsíðuviðtali DV til að ræða um málið.

Sjá einnig: Steinunn hjá Stígamótum: Klám er tvíeggja sverð

Skjáskot/Facebook

Einstaklingur, sem að öllum líkindum kom ekki fram undir réttu nafni, sagðist vera að leita af stelpum og strákum fyrir OnlyFans.

„Er að leita að strákum og stelpum í góðu líkamlegu standi til að gera myndbönd með mér á OnlyFans. Tekið skal fram að ég stjórna ferðinni algjörlega og býð 90/10 fyrir stráka og 50/50 skipti fyrir sttelpur. Einstaklingar mega ekki vera yngri en 22 ára og ekki eldri en 32 ára. Þurfið að vera opin fyrir öllum hugmyndum mínum en ekkert sem ykkur líður illa með. Myndir í PM myndu ekki skemma fyrir og hvað þið sýnið er algjörlega frjálst val. Ég er með góðan áskriftarhóp á OnlyFans, vantar meiri fjölbreytni í myndböndin. Sendið Pm ef þið hafið áhuga og ég skal útskýra þetta nánar,“ kemur fram í færslunni.

Gagnrýna færsluna harðlega

Ingólfur Valur gagnrýnir færsluna harðlega. „Talandi um að „hvetja“ þá myndi ég segja að þetta sé mjög tæpt. Og algjörlega ekki í lagi,“ segir hann í Instagram Story og heldur áfram:

„Svona manneskjur eru vandamálið í þessu samfélagi. Ekki vinna með einhverjum sem segir að hann/hún stjórni ferðinni. Ef þú ætlar að fara út í þetta, vertu þinn eigin herra og settu þín eigin mörk.“

Klara Sif gagnrýnir einnig færsluna á Instagram. „Persónulega finnst mér þetta vera fyrir neðan allar hellur. Að auglýsa eftir fólki á aldrinum 22-32 ára, í góðu líkamlegu ástandi, sem fær bara einhverja ákveðna prósentu frá þessum aðila og að þau geti „ekki ráðið“ um hverskonar efni væri gert er ekki í lagi. Einnig er mjög skrýtið og shady að þessi einstaklingur ákveður að auglýsa eftir FÓLKI á brask og brall?? Brask og brall takk fyrir pent,“ segir hún.

„Þetta er without a doub predatory behaviour og langt frá því að vera acceptable.“

Ósk hefur sjálf ekki tjáð sig um málið en hefur endurbirt færslur Ingólfs Vals og Klöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Í gær

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“