fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 09:29

Katrín Edda (Skjáskot/Instagram), Ósk (Skjáskot/Instagram) og Manuela Ósk (Myndbanki Torgs).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og véla- og orkuverkfræðingur, tjáir sig um OnlyFans umræðuna sem hefur tröllriðið landanum undanfarið.

Fyrr í vikunni stigu Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson fram í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þau starfrækja sitt hvora síðuna á OnlyFans og selja þar kynlífsmyndir og myndbönd.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Algengasta efnið þar inni er erótískt, en það er þó allur gangur á því.

Ósk og Ingólfur sögðu hispurslaust frá lífi sínu á OnlyFans, hvers konar efni þau væru að selja og svo framvegis. Viðtalið vakti gífurlega athygli og var fjallað um Ósk og Ingólf á flestum miðlum landsins.

Katrín Edda er með tæplega 23 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún starfar sem véla- og orkufræðingur í Þýskalandi en er stödd á landinu um þessar mundir. Hún tjáir sig um viðtalið í Story á Instagram og gagnrýnir það harðlega. Skoðun Katrínar Eddu virðist vera tekið fagnandi og hafa tugir einstaklinga deilt færslu hennar áfram, þar á meðal fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran, athafnakonan Manuela Ósk og Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is. Sigga Dögg kynfræðingur kemur Ósk og öðrum einstaklingum á OnlyFans til varnar.

Ósk Tryggvadóttir. Mynd/Instagram

Svara fyrir sig

Ósk Tryggvadóttir, konan sem steig fram í viðtalinu ásamt Ingólfi, birti í kjölfarið tvö myndbönd í nótt, samtals um 16 mínútur að lengd, til að svara Katrínu Eddu. Á einum tímapunkti brotnar hún niður. Hún segist hafa ákveðið að halda því í myndbandinu til að sýna hvernig henni líður og hvaða áhrif þetta hefur á hana.

„En ég vissi að þetta myndi koma, auðvitað vissi ég að fólk myndi hafa svona skoðanir. En þetta triggeraði mig svolítið mikið. En ég vildi sýna hreint og beint hvernig ég var unfiltered og hvernig mér líður og hvernig ég er. Ég mæli með að virkilega horfa á þetta myndband til að skilja mína hlið.“

Ósk segir að það hafi aldrei verið ásetningur hennar að gera starf sitt að einhverri glansmynd. Horfðu á myndböndin hér að neðan.

Ingólfur birti einnig myndband á Instagram til að svara Katrínu Eddu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @ingolfurvalur

Gagnrýni Katrínar Eddu

Katrín Edda segist ekki vera að dæma fólk í þessum iðnaði. „Ég dæmi ekki heldur konur sem eru í vændi. En mér finnst sorglegt að konum finnist þær þurfa að fara í þennan iðnað. Persónuleg skoðun mín er að ég held að það sé ekki til neitt sem heitir hamingjusöm vændiskona. Mér finnst út í hött að taka þetta fólk í viðtal og reyna að gera þetta eins og þetta sé algjört draumastarf. Bara „græða 15 milljónir, rosa gaman og æði,““ segir Katrín Edda.

„Finnst þetta svo óheilbrigt og vont fyrir ungar stelpur að hlusta á svona. Ég var sturluð og ýkt og skrýtin í hausnum þegar ég var yngri, hver veit nema ég hefði látið mana mig í þetta og fundist þetta góð hugmynd.“

Katrín Edda. Mynd/Instagram

Katrín Edda bendir á að efni sem er á síðunni getur farið út um allt internetið. „Og að ætla að taka svona ákvörðun þegar þið eruð 20 ára og þetta er að fara að fylgja ykkur að eilífu. Það eru margar stelpur sem hugsa núna að þetta skipti engu máli og sé bara cool. Þetta verður allavega stimpill á ykkur forever ef þið ætlið að fara í þetta,“ segir hún.

Þú getur hlustað á umræðuna í heild sinni í Story á Instagram hjá Katrínu Eddu. Hún hefur hins vegar ekki svarað Ósk og myndböndum Óskar.

Fleiri blanda sér í málið

Fjölmargir hafa blandað sér í umræðuna. Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran deilir skjáskoti af færslu Katrínar Eddu á Instagram.

Athafnakonan og fyrrverandi fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir blandar sér einnig í umræðuna og deilir færslu Katrínar Eddu.

„PLS HORFIÐ. Takk fyrir að segja það sem flestir eru að hugsa en þora kannski ekki að segja, því það á allt að vera svo „frjálst“ í dag og heimatilbúið klám er bara orðin geggjað cool atvinnugrein og „easy money“. SEM ÞAÐ ER EKKI. PS Ég dæmi engan, en það er alveg óþarfi að matreiða þetta sem eitthvað lúxusdjobb,“ skrifar Manuela og bætir við:

„Elsku unga fólk á mínum miðli. Það er aldrei cool að láta ríða sér fyrir peninga. There. I Said it. Love yourself.“

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela Ósk tekur undir með Katrínu Eddu.

Gerður Arinbjarnar, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is, tekur einnig undir með Katrínu Eddu. Í story á Instagram segir hún: „Loksins byrjaði einhver samtalið sem var svo löngu tímabært. Takk fyrir að sýna hugrekki og vekja athygli á þessu. Einhvern veginn hef ég ekki treyst mér til að ræða þetta opinberlega í ótta við það að verða jörðuð fyrir fordóma. En ég held að það sé tímabært að þetta sé rætt á skynsaman hátt,“ segir hún.

Gerður segist ekki vera á móti OnlyFans og að hún sé almennt mjög opin og fordómalaus fyrir öllu tengt kynlífi.

„Hins vegar hef ég áhyggjur að fólk, aðallega ungmenni, séu blinduð af peningum. Það sem ég meina með þessu er að þau eru tilbúin að selja aðgang að líkama sínum fyrir „easy“ money og þar af leiðandi sjá ekki hættuna/afleiðingarnar.“

Þú getur lesið skoðun Gerðar í heild sinni á Instagram.

Sigga Dögg kynfræðingur kemur Ósk og öðrum einstaklingum á OnlyFans til varnar. Hún segir að þetta vera háfemínískt mál.

„Kjarninn í þessu er sá að þetta er fullorðið fólk, fullorðið fólk má gera það sem fullorðið fólk vill gera með samþykki sínu og annarra,“ segir hún. Hlustaðu á allt sem hún hefur að segja í Story á Instagram.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar