fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Fókus

Ofurfyrirsæta segist „afmynduð til frambúðar“ eftir fegrunaraðgerð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Evangelista, 56 ára, var ein frægasta og eftirsóttasta ofurfyrirsæta tíunda áratugsins.

Hún kom fram í ótal herferðum, gekk niður tískupalla fyrir stærstu merki heims, var á forsíðum Vogue og svo má ekki gleyma fræga George Michael tónlistarmyndbandinu sem hún lék í ásamt Naomi Campbell, Cindy Crawford og Christy Turlington.

En á meðan starfssystur hennar hafa haldið áfram að vinna í iðnaðinum hefur Linda látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár. Hún greindi frá ástæðu þess í gær í tilfinningaþrungnum pistli á Instagram.

Hún sagði að vinsæl fegrunaraðgerð hefði afmyndað hana í framan fyrir fimm árum síðan en hún ætlar sér að lögsækja fyrirtækið sem ber ábyrgð á aðgerðinni. Um er að ræða algenga og vinsæla fituminnkandi fegrunaraðgerð sem kallast CoolSculpting.

Hún segir að aðgerðin hefði skilið hana eftir afmyndaða til frambúðar, eyðilagða á líkama og sál. Þetta hafi orðið til þess að hún er eins konar einsetukona í dag.

„Fyrir fylgjendur mína sem hafa velt því fyrir sér hvers vegna ég hef ekki verið að vinna á meðan starfssystur mínar blómstra þá er ástæðan sú að ég var gróflega afmynduð eftir CoolScuplting-aðgerð sem gerði öfugt við það sem var lofað,“ segir Linda.

Myndir af Lindu árið 2017 vöktu mikla athygli og sögðu fjölmiðlar hana óþekkjanlega.

Hún heldur því fram að í stað þess að minnka fitu hafi aðgerðin fjölgað fitufrumum og „skilið mig eftir afmyndaða til frambúðar, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum tvær sársaukafullar leiðréttingaraðgerðir sem virkuðu ekki. Eins og fjölmiðlar hafa sagt þá er ég „óþekkjanleg.“

„Ég hef þróað með mér Paradoxical Adipose Hyperplasia eða PAH. Áhætta sem ég var ekki látin vita af fyrir aðgerðina,“ segir hún.

Linda var vinsæl fyrirsæta á tíunda áratug síðustu aldar.

Linda segir PAH ekki aðeins hafa rústað lífsviðurværi hennar heldur valdið þunglyndi og því að hún elur nú á miklu sjálfshatri.

„Vegna þessa er ég orðin að einsetukonu (e. recluse),“ segir hún og bætir við að hún ætli að leita réttar síns vegna málsins.

„Ég hef ákveðið að stíga fram með mína sögu. Ég er þreytt á því að lifa svona. Ég vil geta farið út á meðal almennings og borið höfuðið hátt, þrátt fyrir að líta ekki út eins og ég sjálf lengur.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Linda Evangelista (@lindaevangelista)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Breytir nafninu sínu aftur

Breytir nafninu sínu aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin