fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Ósk og Ingó eru saman en sofa hjá öðrum – Framleiða meira blætisklám – „Við erum búin að gera ógeðslega mikið public dæmi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. september 2021 20:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson vöktu landsathygli fyrr á árinu þegar þau mættu í hlaðvarpsþáttinn Eigin Konur og greindu frá framleiðslu inni á klámefni á OnlyFans. Það mætti segja að umræðan á kaffistofum landsins vikuna á eftir hefði snúist að miklu leyti um klám, OnlyFans og allt þar á milli.

Sjá einnig: Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Síðan þá hafa Ósk og Ingólfur verið reglulega í fréttum. Eins og þegar þau tóku upp klámmyndband í Dominos-búningi eða þegar þau tóku upp kynlífsmyndband á golfvellinum í Vestmannaeyjum.

Þau voru síðast gestir Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í apríl en sneru á dögunum aftur í stúdíóið. Margt hefur breyst á síðustu mánuðum. Þau eru til að mynda núna í opnu fjölkæru sambandi. Þátturinn er aðgengilegur á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Áttu erfitt með að fara út úr húsi

Edda segir að eftir síðustu heimsókn Ósk og Ingólfs í þáttinn hefði samfélagið „farið á fokking hliðina.“

Ósk og Ingólfur taka undir og segja að þetta hefði vissulega verið skrautlegt.

Ósk segir að það hefði fylgt þessu mikil andleg þreyta. „Við áttum erfitt með að fara út úr húsi án þess að einhver kæmi upp að okkur til að tala við okkur eða fá mynd. Það gerist ennþá í dag,“ segir hún.

Sjá einnig: Þetta eru stærstu íslensku OnlyFans-stjörnurnar – Gyðjan á Spáni ber höfuð og herðar yfir aðra

Opin og fjölkær

Ósk og Ingólfur voru ekki saman síðast þegar þau komu í þáttinn en eru núna í opnu fjölkæru ástarsambandi.

„Við erum í opnu poly-sambandi,“ segir Ósk og útskýrir nánar.

„Við elskum hvort annað. Við erum mjög ástfangin og bestu vinur, ég gæti ekki ímyndað mér lífið án hans.“

Þau eru sammála um að það hefði verið mikill léttir að viðurkenna tilfinningarnar sem þau báru til hvors annars.

@eiginkonurBesta OnlyFanZ fólkið okkar mætt again 😍🤝 þáttur inná www.patreon.com/eiginkonur ##eiginkonur ##eiginkonurpodcast♬ original sound – eiginkonur

Fólk sem er fjölkært getur átt í tveimur eða fleiri ástarsamböndum samtímis.

Ósk og Ingólfur eru með nokkrar reglur, til dæmis hvað varðar samskipti og að nota verjur þegar þau stunda kynlíf með öðrum. „Við sofum alveg hjá öðru fólki líka. Þó það sé merkingarlaust eða bara gaman,“ segir Ósk og vísar þá í „opna“ hluta sambands þeirra. „Fjölkæri hlutinn er þegar það kemur tilfinning inn í þetta. Þá er ekkert hann meira eða hinn minna.“

Ósk segir að hún hefur áður verið hrifin af tveimur einstaklingum í einu og hún sé það líka núna. „Ég er hrifin af annarri stelpu núna. Hún veit það,“ segir Ósk.

Aðspurður segist Ingólfur ekki vera afbrýðisamur. „En að sjálfsögðu kemur afbrýðisemi upp en þess vegna skipta samskipti og traust máli,“ segir Ósk.

Ingólfur segir að hann reynir ekki við aðrar stelpur fyrir framan Ósk. „Það er bara ekki í boði,“ segir hann.

Edda spyr hvort það sé vandamál fyrir aðrar stelpur sem vinna með þeim fyrir OnlyFans að þau séu saman.

„Nei alls ekki,“ segja þau samróma.

Vinna með meira blæti

„Við erum mjög mikið búin að vera að spila inn á hluti, svona blæti (e. fetish) sem við fílum sjálf,“ segir Ingólfur.

„Við erum búin að gera ógeðslega mikið public dæmi. Alveg fáránlega mikið,“ segir hann.

„Svo gaman,“ segir þá Ósk.

Parið rifjar upp skemmtilega útilegu sem þau fóru í sumar, sem var frekar vinnuferð en frí.

„Við gerðum kynlífsmyndband í bílnum og svo fórum við bara að skoða foss,“ segir Ósk.

Sjá einnig: Tóku upp kynlífsmyndband á golfvellinum í Vestmannaeyjum – „Hræðilega leiðinlegt að fólk skuli vera að því,“ segir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins

Skjáskot/Twitter

Alræmda Dominos myndbandið

Þau ræða um alræmda Dominos myndbandið þeirra þegar Ingólfur klæddist Dominos búning í klámmynd sem þau framleiddu ásamt nokkrum öðrum konum.

Ósk segir að hún var búin að fá margar beiðnir frá fylgjendum sínum á OnlyFans um svokallað „pizzasendla myndband“.

„Við vorum bæði að fá mikið af beiðnum um svona myndband,“ segir hún.

Fjóla viðurkennir þá að hún hefur aldrei horft á klám og hefur litla vitneskju um það.

Sjá einnig: Íslenskt klámmyndband í Dominos-búningi – „Við erum stoltir stuðningsaðilar allra“

Furðulegar beiðnir

Ósk og Ingólfur segja að áskrifendahópur þeirra hefur stækkað undanfarna mánuði, Ingólfs þó meira en Óskar. Mest hefur Ósk verið með um 650 áskrifendur en er nú með í kringum 300.

Parið segist fá misfurðulegar beiðnir frá áskrifendum á OnlyFans. Ein beiðnin sem þau eru að vinna sig upp hugrekki að framkvæma er að Ósk stynur nafn áskrifanda á meðan hún sefur hjá Ingólfi.

„Ég verð að viðurkenna, ég er svolítið spenntur fyrir þessu,“ segir Ingólfur. Ósk segist vera hrædd um að hún eigi eftir að hlæja allan tímann.

Þú getur nálgast þáttinn á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“