fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fókus

Edda Björgvins í sjálfboðavinnu á Hellu – „Hér er mér tekið af kærleika en tæplega treyst“

Fókus
Laugardaginn 4. apríl 2020 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir, sem kallar ekki allt ömmu sína, lét slag standa á dögunum og skráði sig í bakvarðarsveit sem sjálfboðaliði fyrir hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Áður en hún gat hafið störf þurfti hún að sæta sóttkví til að tryggja öryggi þeirra sem á heimilinu búa.

Nú hefur hún fengið grænt ljós og hefur hafið störf. Hún greinir frá því á Facebook að henni hafi verið einstaklega vel tekið, þó svo eitthvað vanti upp á traustið, og að vanda kemst Edda stórskemmtilega að orði þegar hún greinir frá lífsreynslunni.

Reifst við sófann

Edda segir að einangrunin í sóttkvínni hafi verið orðin þjakandi: „Ég var farin að misþyrma öllu lauslegu í bústaðnum – sérstaklega heilsufæðinu. Lenti að lokum í heiftúðugu rifrildi við sófann, borðstofuborðið og litla hornborðið í stofunni. Djö…. besserwisserar!“

Hetjur og bjargvættir mannkynsins í dag

Hún varð því fegin þegar hún fékk loks að mæta í sjálfboðavinnuna. En að sjálfsögðu sinnir hún aðeins þeim verkum sem hún er hæf að sinna þó svo hún sjái eftir því í dag að hafa ekki menntað sig í heilbrigðisgeiranum þar sem starfsmenn þar séu hetjur samtímans.

„Ég vildi óska þess að ég hefði menntun og reynslu þeirra sem eru óumdeildar hetjur og bjargvættir mannkynsins í dag. Ég er hvorki læknir né hjúkrunarfræðingur en grobba mig töluvert af því að hafa fengið 10 í einkunn í umbúnaði þegar ég vann á sjúkrahúsi sem ung kona hér í denn

Takmarkað traustið

Hún segir að viðtökurnar hafi verið góðar, en hún sé þó enn að vinna sér inn traust. Það sé þó strax farið að ávinnast.

„Hér er mér tekið af kærleika en tæplega treyst fyrir neinu meira krassandi en að hella uppá gott kaffi og lesa fyrir heimilisfólkið. Að vísu hækkaði ég ögn í tign í gær þar sem mér var bæði falið að strauja gula páskadúka og klippa trjágreinar í vasa.“

Enn með alla fingur

Allt hafi hingað til gengið vel án nokkurra áfalla.

„Ég kveikti ekki í húsinu og er með alla puttana ennþá. […] Ég upplifi mig svolítið eins nunnuna sem söng Dominique í gamla daga – er óvenju blíðleg og ljúf eftir að ég dró mig út úr samfélaginu og fór að umgangast eingöngu heldri borgara og fólk í heilbrigðisstétt. Brest líka í söng í tíma og ótíma.“

 

Hér má sjá færslu Eddu í heild sinni

<

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur