Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Heilsuráð sem létta lund um hátíðirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. desember 2020 15:00

Linda Pé. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alheimsfegurðardrottningin, frumkvöðullinn og lífsþjálfinn Linda Pétursdóttir, betur þekkt sem Linda Pé, gefur nokkur góð ráð til að bæta líðan um hátíðirnar.

Hátíðirnar nálgast óðum ásamt gómsætum mat og drykk, sem á það til að fara illa í marga, gæti fólk ekki hófs. Of mikil saltneysla getur leitt til óþæginda, eins og höfuðverkjar og bjúgs.

Það besta sem er hægt að gera til að draga úr bjúg að mati Lindu er að sleppa mikið unnum mat og drekka vel af vatni.

„Besta ráðið er að drekka mikið vatn, helst tvo lítra á dag fyrir konur og þrjá lítra fyrir karla,“ segir hún. „Það er líka gott að standa upp úr sófanum og fara út í göngutúr og koma blóðrásinni af stað.“

Linda mælir með að borða sem náttúrulegasta fæðu. „Mikið grænmeti og enn og aftur, drekka mikið vatn,“ segir hún og bendir á vatnslosandi drykk sem hún deilir uppskrift að neðst í greininni. Drykkurinn er tilvalinn til að losna við þrota eftir neyslu á reyktu og söltuðu kjöti.

Hinn gullni meðalvegur

Linda segir að það þurfi ekki að gilda boð og bönn yfir hátíðirnar og allt sé gott í hófi.

„En eins og ég sagði, þá er það mikið unnin fæða sem gerir fæstum okkar gott. Persónulega finnst mér mjög gott að skipta út einni máltíð, til dæmis hádegisverði, fyrir einn súperdrykk úr 28 daga Heilsuáskoruninni minni. Þá veit ég að ég er að fá alla þá næringu sem ég þarf og get þá leyft mér aðeins meira með kvöldverðinn,“ segir hún

Linda Pé. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir

Besta heilsuráðið?

„Það er mikilvægt að þekkja muninn á líkamlegu og tilfinningalegu hungri. Það eru svo margir sem þekkja það ekki og mörg okkar eru sífellt að borða þegar við erum „tilfinningalega svöng“. Sem hefur ekkert með raunverulegt, líkamlegt hungur að gera,“ segir Linda og heldur áfram.

„Við erum að svara löngunum, sem koma frá frumheilanum en hann vill alltaf fá umbun strax. Það er orðinn ómeðvitaður vani að borða út frá einhverjum tilfinningum með því að stinga mat upp í okkur, sem dæmi: Af því við erum svo þreytt, pirruð, glöð eða af því okkur finnst við eiga það skilið. Það hefur í raun og veru ekkert með líkamlegt hungur að gera.“

Linda þjálfar konur og er með nokkur heilsuprógrömm í boði á lindape.com. „Ég kenni konunum mínum meðal annars á það sem ég kalla „hungurkvarðann“. Með því að tileinka sér hann, þá förum við að hlusta betur á eigin líkama og vera meðvitaðar um matarvenjur okkar. Við lærum að hlusta á framheilann, hann kann vel að gera plön, skapa rútínu og velja fyrir framtíðarsjálfið okkar. Það er mikilvægt að þekkja muninn á framheila og frumheila og vera við stjórnvölinn sjálf í eigin lífi, en ekki alltaf á harðahlaupum að svara tímabundnum löngunum. Hver löngun varir í hámark tíu mínútur, oftar þó nær níutíu sekúndum. Ég vil hvetja fólk til að bíða þegar það finnur fyrir löngun að borða, fá sér heldur bara eitt glas af vatni og bíða í fimmtán mínútur. Ef þú ert enn þá svöng þá, þá færðu þér að borða. Annars ekki.“

Bestu heilsuráð Lindu eru að „borða þegar þú ert líkamlega svöng, og hætta áður en þú verður pakksödd. Sofa í sjö til níu klukkustundir og drekka tvo lítra af vatni á dag.“ Hún gefur einnig annað ráð: „Ekki troða diskinn út af mat. Hafðu pláss á diskinum svo þú sjáir í hann.“

Jólabarn

Linda er mikið jólabarn og sérstaklega hrifin af Nóa konfekti. Á aðfangadag er hún oftast með hnetusteik og einhvern ljúffengan fiskrétt.

„Svo útbý ég heimalagaðan ís í eftirrétt, eftir uppskrift frá mömmu. Og klassíski möndlugrauturinn er á sínum stað,“ segir hún.

„Við mæðgur borðum ekkert kjöt þannig að það er ekki á boðstólum á mínu heimili. Í fyrra pantaði ég jólamatinn og fékk tilbúna ljúffenga vegan-veislu, forréttur, aðalréttur, eftirréttur og allt meðlæti, frá Whole Foods í Kanada. Ég myndi panta þannig aftur ef það væri í boði hér heima.“

Linda Pé er með fleiri ráð tengd heilsu í formi stuttra myndbanda á Instagram-síðu sinni, @lindape.

Vatnslosandi drykkur

Drekktu 1 glas af þessum vatnslosandi drykk á dag til að losa þig við bjúg.

Drykkurinn hefur sem dæmi jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, nýru og útlit,“ segir Linda og ráðleggur fólki að veraw ekki langt frá salerni eftir að það hefur drukkið drykkinn.

Vatnslosandi í eitt glas

½ glas eplasafi
2 tappar aloe vera
1 tsk. grænt te
1-2 cm engifer
Myntulauf
Klakar

Vatnslosandi í heila könnu

6 lítil glös eplasafi
12 tappar aloe vera
10 mæliskeiðar engifer
12 mæliskeiðar grænt te
10-12 myntulauf
Klakar, heil skeið

Allt hrært saman þangað til drykkurinn er vel blandaður.

Verði þér að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið
Fókus
Í gær

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“