fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Stórskuldugur og fékk enga vinnu: „Við sultum eftir Game of Thrones“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 09:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jason Momoa opnar sig um erfitt tímabil í lífi sínu. Í viðtali við InStyle segir leikarinn frá því hvernig hann glímdi við fjárhagslega erfiðleika eftir að hafa leikið í Game of Thrones árið 2011.

Jason fór með hlutverk Khal Drogo í þáttunum. Þættirnir urðu ótrúlega vinsælir, en Jason lék aðeins í fyrstu tíu þáttunum og mótleikarar hans sem héldu áfram í þáttunum nutu gífurlegar velgengrar.

Jason fór með hlutverk Khal Drogo í þáttunum.

Jason og eiginkona hans, Lisa Bonet, eiga saman tvö börn og býr fjölskyldan í Los Angeles. Hann segir að eftir þættina hafi hann átt erfitt með að borga reikninga.

„Ég meina, við vorum að svelta eftir Game of Thrones. Ég fékk enga vinnu. Það er mjög erfitt þegar þú átt börn og ert stórskuldugur,“ segir hann.

Það var erfitt uppdráttar næstu árin hjá Jason og fjölskyldu, þar til hann nældi sér í stórhlutverk sem Aquaman í kvikmyndinni Justice League. Síðan þá hefur hann farið með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Aquaman og stendur til að framleiða Aquaman 2. Hann mun einnig fara með hlutverk Aquaman í sjónvarpsseríunni Zack Snyder‘s Justice League sem kemur út á næsta ári. Það er það mikið að gera hjá honum þessa dagana að Jason segist vera bókaður út árið 2024.

Það er því óhætt að segja að innistæðan á bankareikning hans hefur breyst til muna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“

Bækur fyrir ferðafíkla og þá sem vilja bæta fjárhagstöðu sína – „Lygileg saga“
Fókus
Í gær

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“

Hjón á áttræðisaldri ósammála um sóttvarnaraðgerðir – „Mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins

Aron og Kristbjörg opinbera nafn drengsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“