fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Fókus

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. október 2020 10:42

Kristbjörg Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Einarsdóttir var að eignast sitt þriðja barn með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Fyrir eiga þau tvo syni, þá Óliver og Tristan. Þau eignuðust þriðja soninn þann 1. október.

Kristbjörg tilkynnti komu drengsins á Instagram og sagði að þetta hefði verið erfiðasta fæðing hennar til þessa. Í nýrri færslu á Instagram opnar Kristbjörg sig um vikurnar eftir fæðingu.

„Ég hef sagt það áður og segi það aftur, hversu magnaður er kvenlíkaminn?!“ Segir Kristbjörg og nefnir að það sé ekki einungis magnað að konur geta gengið með börn og fætt þau, heldur hvernig kvenlíkaminn jafnar sig eftir fæðingu.

„Ég man hvað ég var glórulaus um fæðingu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu þegar ég átti Óliver. Ég hélt að ég myndi bara svífa um á bleiku skýi með eiginmanni mínum og njóta hverrar mínútu. Það litla sem ég vissi,“ segir hún.

„Hríðar, sviðatilfinningin þegar maður rembast, saumarnir sem maður fær eftir að maður rifnar, gyllinæð, tómatilfinningin í kviðnum eftir að barnið fæðist, staðreyndin að þú lítur enn út fyrir að vera komin 30 vikur á leið þegar þú yfirgefur spítalann. Margar svefnlausar nætur, hormón út um allt, sængurkvennagrátur og við skulum ekki gleyma brjóstagjöfinni!“

Kristbjörg segir að henni þykir ekki nógu mikið talað um þessa hluti. „Og ég held að mörgum konum líði eins og þær séu einar á þessum tíma því það virðist fylgja einhver skömm að tala um þetta. Mér leið allavega þannig,“ segir hún.

„Við erum allar ólíkar og upplifum hlutina öðruvísi, en ég held að við getum allar verið sammála um að það fylgir því enginn glamúr að fæða né vikurnar á eftir, en þetta er hins vegar það ótrúlegasta sem við fáum að upplifa og forréttindi, ég er virkilega þakklát.“

Að lokum segir Kristbjörg: „Við konur erum einfaldlega ótrúlegar.“

Kristbjörg deilir þremur myndum með færslunni. Á fyrstu myndinni er hún gengin 40 vikur á leið, önnur myndin var tekin sama dag og hún eignaðist son sinn og á þriðju myndinni er liðin vika síðan hún fæddi.

Færslan hefur vakið mikla athygli og hafa rúmlega 2400 manns líkað við hana þegar færslan er skrifuð og fjöldi fólks skrifað við hana.

„Nauðsynleg umræða. Þú ert svo mögnuð og real elsku Kristbjörg. Tala nú ekki um glæsileg,“ segir einn netverji.

„Algjörlega magnað, takk fyrir að birta mynd,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Bjarts hætt kominn eftir sjálfsvígstilraun – „Ég elska þig að eilífu, pabbi“

Faðir Bjarts hætt kominn eftir sjálfsvígstilraun – „Ég elska þig að eilífu, pabbi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Yeoman flutti sig um set – Opnunarhátíð í glugganum

Hildur Yeoman flutti sig um set – Opnunarhátíð í glugganum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvartað undan legsteini dóttur þeirra: „Ég hef enga samúð fyrir manneskjuna sem móðgaðist“

Kvartað undan legsteini dóttur þeirra: „Ég hef enga samúð fyrir manneskjuna sem móðgaðist“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Piers Morgan lýsir vandræðalegu augnabliki – Nakinn á hóteli

Piers Morgan lýsir vandræðalegu augnabliki – Nakinn á hóteli