fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fókus

Leit á stjúpföður sinn sem pabbann sem hún átti aldrei – Þar til hún gerði skelfilega uppgötvun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. október 2020 09:26

Lauren Brightwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum var Lauren Brightwood hamingjusamur unglingur með stuðningsríka foreldra. Stjúpfaðir hennar, Thomas Craig Lewis, hafði verið í lífi hennar frá því að hún var barn og hún leit á hann sem pabbann sem hún átti aldrei.

En veröld hennar umturnaðist kvöldið fyrir átján ára afmæli hennar, þann 27. nóvember 2018. Hún var í baði þegar hún tók eftir einhverju skrýtnu á bak við gluggann sem var fyrir ofan baðherbergishurðina.

Þetta var sími stjúpföður hennar, mannsins sem hafði gengið henni í föðurstað þegar hún var fjögurra ára gömul.

Thomas neitaði fyrst sök en endaði með að játa brot sín fyrir dómi í síðasta mánuði. Hann viðurkenndi að hafa ítrekað tekið upp Lauren í baði án hennar vitneskju á árunum 2014 til 2018. Wales Online greinir frá.

Lauren hefur stofnað Instagram og YouTube-síðu í von um að það hjálpi henni að vinna úr áfallinu. „Þetta hefur verið erfitt en ég hef aldrei séð eftir því að hafa látið mömmu og lögregluna vita,“ segir hún.

Í viðtali við Wales Online segir hún að líf hennar hafi umturnast eftir atvikið og hún eigi „aldrei eftir að geta treyst fólki almennilega aftur.“

Hún glímir nú við kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. „Ég er önnur manneskja. Þegar ég fer inn á heimili sem ég hef aldrei komið inn á áður, þá skoða ég í kringum mig og athuga hvort það séu einhverjar myndavélar þar,“ segir hún.

Lauren segir að Thomas hafði alið hana upp og þau áttu „venjulegt feðginasamband“. Móðir hennar glímir nú við mikla sektarkennd að hafa gifst honum.

„Ég fékk áfall. Ég get ekki skoðað gamlar fjölskyldumyndir, ég get ekki hugsað um fjölskyldufríin því allt er öðruvísi núna. Ég treysti honum, það gerir maður þegar maður er í sambandi – ég leyfði honum að baða hana þegar hún var yngri,“ segir Michelle, móðir Lauren.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga