fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum

Fókus
Laugardaginn 4. apríl 2020 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildaþættirnir Tiger King: MuderMayhem and Madness, hafa svo sannarlega slegið í gegn á Netflix. Þættirnir eru sem stendur í fyrsta sæti yfir þá þætti sem Íslendingar horfa mest á á streymisveitunni þessa daganna.

Þáttunum hefur verið fagnað fyrir það að gefa okkur eitthvað allt annað að hugsa um en COVID-19 faraldurinn. Líklega komumst við varla lengra frá honum en að horfa á heimildaþætti sem einblína á furðulegt líf Joe Exotics og þeirrar atburðarrásar sem varð til þess að hann var í janúar á þessu ári dæmdur í 22 ára fangelsi. 

Hér verður stiklað á stóru um söguna sem er gerð ítarleg skil í þáttunum. Lesendur eru þó hvattir til að horfa sjálfir á þættina sem eru lyginni líkastir.

Ekki lesa lengra ef þú vilt láta efni þáttana koma þér á óvart

.

.

.

.

Síðasta viðvörun!

.

.

.

.

 

Joe Exotic

Í þáttunum er fjallað um þann sturlaða heim sem eigendur stóra kattardýra lifa og hrærast í og þá er athyglinni sérstaklega beint að einum manni. Joseph MaldonadoPassage, eða Joe ExoticJoe þessi ræktar tígrisdýr og er meginviðfangsefni þáttanna. Joe er samkynhneigður kúreki, með sítt að aftan og æði fyrir skotvopnum.

Joe er fæddur árið 1963, og hét áður Joseph Schreibvogler. Hann keypti gæludýrabúð árið 1989 með bróður sínum, en saman deildu þeir heitri dýraást. Bróðir hans lést svo sviplega í kjölfar áreksturs árið 1997 og fjölskylda þeirra fékk töluverðar fjárbætur vegna andlátsins. Þá keypti Joe sér búgarð og opnaði þar dýragarð sem var tileinkaður minningu bróðurins.

I dýragarðinum mátti líta mikið af framandi dýrum sem Joe hafði orðið sér út um meðal annars tígrisdýr og ljón. Joe varð í kjölfarið töluvert þekktur í nærumhverfi sínu. Til að halda dýragarðinum gangandi þá ræktaði hann undan dýrunum til að tryggja að gestir gætu alltaf litið ungviðið augum.

Carole Baskin

Eins og gjarnan er með dýragarða þá hófu dýraverndunarsamtök afskipti af starfsemi hans og sökuðu hann um grimmd gegn dýrum. Meðal þeirra var Carole Baskin, sem rak athvarf fyrir stór kattardýr í Flórída.

Athvarfið rekur Carole í góðgerðarskyni. Hún segir í þáttunum að hún hafi elskað dýr og þá sérstaklega ketti allt frá því að hún var barn. Hún á að baki erfiðar lífsreynslur. Hún opnaði athvarfið upphaflega á tíunda áratug síðustu aldar með fyrrum eiginmanni sínum Don Lewis, sem var auðmaður sem hvarf með dularfullum hætti árið 1997. Markmið samtakanna er að veita dýrunum sem þar dvelja athvarf til að lifa lífi sínu í friði.

Erkifjendur

Carole hefur gagnrýnt Joe Exotic harðlega fyrir meðferð sína á dýrunum og vegna þess hafa þau eldað grátt silfur um langa hríð og er oft talað um þau sem erkifjendur.

Joe hefur á móti sakað Carole um að auðgast á athvarfinu sem hún rekur. Hann komst yfir dagbók hennar sem fyrrum starfsmaður hennar hafði tekið ófrjálsri hendi og gaf út myndbönd þar sem hann las upphátt úr bókinni og telur hann að í þessum dagbókum megi finna færslur þar sem Carole játi að hafa komið fyrrum eiginmanni sínum fyrir kattarnef. Þetta er skoðun sem börn fyrrum eiginmanns hennar deila með Joe en þau segja í þáttunum að Carole hafi myrt föður þeirra og fengið tígrisdýrin til að farga líkamsleifunum.  Carole þvertekur þó fyrir þær ásakanir.

Joe hélt áfram að áreita Carole með myndbandsbirtingum og gekk jafnvel svo langt að endurskíra dýragarð sinn í höfuðið á fyrirtæki henni. Hún svaraði fyrir sig með því að höfða mál gegn Joe þar sem hún sakaði hann um brot gegn vörumerkjalögum.

Leigumorð

Í kjölfarið varð Joe gjaldþrota og þurfti að selja dýragarðinn. Hann hélt þó áfram að vera tengdur garðinum og gerði árangurslausa tilraun til að komast inn í pólitík.

Joe var giftur Travis Maldonado, sem framdi sjálfsvíg árið 2017. Eftir andlát Travis þá varð Joe gagntekinn af hatri sínu í garð Carole og leitaði leiða til að koma henni fyrir kattarnef.  Hann réð til þess starfsmann dýragarðsins, en sá sveik Joe og stakk af með fyrirgreiðsluna. Þegar þar var komið við sögu var alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, farin að hafa auga með Joe vegna meðferðar hans á dýrunum. Starfsmenn FBI komust að því að Joe væri að leita leiða til að fá Carole tekna af lífi og með aðstoð tálbeitu komst upp um Joe og hann var í kjölfarið handtekinn fyrir tilraun til morðs.

Í janúar á þessu ári var Joe dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir tilraun til morðs og fyrir að drepa fjölda tígrisdýra.  Hann telur að heimildarþættirnir muni veita honum uppreisn æru.

Sögu Joe er gerð ítarleg skil í þáttunum og ofangreind samantekt er þar varla dropi í hafið. Svo ef þú ert í sóttkví, einangrun, fjarvinnu eða í páskafríi og veist ekkert hvað þú átt að gera við þig. Þá gæti Tiger King verið nákvæmlega það sem þú þarft til að dreifa huganum.

 

Hér má sjá viðbrögð nokkura Íslendinga við þáttunum á Twitter:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Claessen skrifar um ástina – „Gleymdu honum“

Anna Claessen skrifar um ástina – „Gleymdu honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna