fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Gerði upp barnæskuna í dáleiðslu: „Fólk veit sjaldnast hvaðan vanlíðan þeirra er sprottin“

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 20:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stella Bára Eggertsdóttir dáleiðari segir kvíða vera aukast í beinu samhengi við aukið upplýsingaflæði samfélagsins. Hún hefur hjálpað fólki við að takast á við áföll úr frumbernsku en galdurinn við allan árangur snýst um að endurrita forritið sem undirmeðvitund okkar er.

Tvö ár eru nú síðan Stella Bára venti sínu kvæði í kross en hún hafði þá starfað sem dagforeldri í tæpa tvo áratugi. Tildrög þess að hún leiddist í heim dáleiðslunnar má rekja til veikinda systur hennar sem hafði þjáðst af vefjagigt um langa hríð.

„Ég hlustaði á fyrirlestur konu sem hafði mikil áhrif á mig og fyrir tilviljun sá ég að hún var með námskeið í dáleiðslu skömmu síðar. Þessi kona heitir Marisa Peer og ferðast um heiminn og kynnir fræði sín. Námskeiðið var haldið í London og áður en ég vissi af var ég mætt þangað, algjörlega út fyrir þægindarammann. Tveimur vikum síðar prófaði ég mína fyrstu dáleiðslu og get varla lýst því hversu taugatrekkt ég var. Tæknin var þó mjög fljót að koma og einungis tveimur skiptum síðar sá ég þvílíkan mun á systur minni. Í dag tek ég að meðaltali tvær manneskjur til mín en ferlið tekur minnst fjóra til fimm tíma. Ég heyri í fólki fyrir tímann og útskýri vel út í hvað það er að fara en eftirfylgnin byggir síðan á upptökum sem sniðnar eru að þörfum hvers og eins og fólk hlustar á í tuttugu og einn dag eftir tímann. Á þessari upptöku eru aðeins uppbyggjandi upplýsingar um hvernig manneskjan vill láta sér líða eftir meðferðina.“

Tæknin sem Stella Bára styðst við nefnist Rapid Transformational Therapy og hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir áföllum of einnig við að gera upp gamlar tilfinningar, sem það jafnvel veit ekki hvaðan eru sprottnar.

„Ég losa í raun um gamla trú sem hindrar fólk í að geta lifað lífinu til fulls. Til þess að finna grunn vandans og skilja hvaðan hann kemur fer ég djúpt inn í undirmeðvitundina í gegnum dáleiðslu og get fundið hvað það er sem veldur fólki sársauka.“

Vita sjaldnast hvaðan vanlíðanin er sprottin
Það kann að hljóma furðulega en áhuga Stellu Báru á virkni undirmeðvitundarinnar má rekja til kynna hennar af fjölda ungbarna sem hún sinnti í starfi hennar sem dagforeldri en sjálf á hún fjögur börn.

„Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á að fylgjast með hvernig lítil börn haga sér og hvernig foreldrarnir speglast í þeim. Það er svo margt sem gerist á fyrstu árum í ævi einstaklinga og hjartað mitt liggur alltaf hjá litla barninu sem býr enn í undirmeðvitundinni og hefur ekki náð að þroskast og skilja af hverju því líður ekki vel.“

Mynd: Eyþór Árnason

Sjálf er Stella Bára þriðja barn foreldra sinna, eignaðist bróður þegar hún var sextán mánaða, og eftir það fæddust tvö börn til viðbótar.

„Við vorum sex börnin. Móðir mín hafði hvorki þolinmæði né getu á þessum mótandi árum til að gefa mér það sem að ég þurfti að fá frá henni. Ég fann ekki ástina og umhyggjuna sem mig vantaði og í kjölfarið kom upp sú tilfinning að ég væri aldrei nógu góð. Ég lærði að trúa því að ég væri fyrir og að ég ætti ekki að hafa hátt. Ég lærði að tala lágt, vera ósýnileg, og trúði því að ég ætti að láta lítið fyrir mér fara til að trufla ekki aðra. Ég hafði samt ekki hugmynd um hvaðan þessi tilfinning var sprottin fyrr en ég fór í minn fyrsta dáleiðslutíma. Þá hafði sú spurning læðst að mér, hvers vegna ég kysi alltaf að vinna heiman frá mér, eins og ég vildi loka mig af. Dáleiðarinn tók mig aftur í tímann til þeirrar stundar þegar bróðir minn er fæddur, svo ég hef verið rúmlega eins árs og þá kom þessi tilfinning fyrst upp – að finnast ég vera fyrir. Eftir að hafa uppgötvað þetta og lært að endurforrita undirmeðvitundina tók ég meðvitað nýja stefnu í lífinu og er í dag mjög sýnileg.“

Eðlilegt ástand líkamans
Aðspurð hvernig dáleiðslan fer fram segist Stella Bára nota sömu tæki og þegar fólk festir svefn.

„Fólk man allt eftir meðferðina og meðan á henni stendur líður þér bara eins og þú sitjir hjá mér á góðum stað. Erfiðasta fólkið er þó það sem finnst að það verði að hafa fullkomna stjórn á öllu, en það áttar sig ekki á því að með dáleiðslu hefur það enn meira vald en áður því þarna er það komið til að fá hjálp. Þú ert nefnilega eina manneskjan sem getur hjálpað þér sjálfri og þú gerir ekkert í tíma hjá mér nema þú viljir það sjálfur. Ég dáleiði engan sem vill ekki láta dáleiða sig enda er ég í raun bara að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Dáleiðsla er jafnframt eðlilegt ástand líkamans og við förum í það minnst tvisvar á dag, oft oftar. Þegar þú sofnar og eins þegar þú kemur til baka. Meðan við sofum er meðvitundin í geymslu og það sama á við þegar þú keyrir leið sem þú þekkir vel, undirmeðvitundin kann þessa leið og þá þarf meðvitundin ekkert að taka þátt á meðan. Það sem ég geri er að ferðast aftur til tímans þar sem einhver straumhvörf urðu á lífi viðkomandi, einhver tilfinning kviknaði sem situr síðan og kemur upp við ákveðnar kringumstæður. Oft skilur fólk ekki hvers vegna það bregst við með tilteknum hætti, en þá var eitthvað í frumbernsku sem bjó til þessi viðbrögð líkamans. Mitt hlutverk er að leita að þessum kveikjum og losa þig við þær, forrita hugann upp á nýtt, en fólk getur líka komið án þess að það séu einhver vandamál að hrjá það. Það getur einfaldlega viljað bæta sig, hreyfa sig meira, tala fallegar við börnin sín, einfaldlega verða betri útgáfa af sjálfum sér og því tel ég dáleiðslu svo dýrmætt tól fyrir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn