fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Fyrsta samband Línu var með stelpu – Fellur fyrir fólki út frá persónuleika: „Ég held að ég hafi bara alltaf verið þannig“

Fókus
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 12:30

Lína Birgitta. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, að þessu sinni er áhrifavaldurinn og athafnakonan Lína Birgitta, konan á bak við vörumerkin Line the Fine og Define the Line. Í þættinum er farið vítt og breitt um ævi Línu.

„Ég fæddist í Keflavík en bjó í Hafnarfirði, ég flutti í Hafnarfjörð þegar ég var þriggja ára,“ segir Lína. Í kjölfarið bjó Lína í Reykjavík og Garðabæ en býr nú í Kópavogi. „En minn staður er Hafnarfjörður.“

En hvernig námsmaður var Lína?

„Ömurlegur,“ segir hún og hlær. „Bara „to be brutally honest“. Í grunnskóla var ég ekki góð. Nám bara henatar mér ekki. Ég er svo miklu meira „creative“ manneskja en að sitja á skólabekk. Ég er samt alltaf með skóla,“ segir hún. „Ég útskrifaðist úr 10. bekk með 5,5. Þetta var hræðilegt. Svo fór ég í Flensborg. Þá var ég aðeins þroskaðri og fór í skóla fyrir sjálfa mig,“ bætir hún við. Lína kláraði ekki stúdentspróf en kláraði fjölmiðlatækni. Hún ætlaði alltaf að fara aftur í skóla til að klára stúdentinn en hefur ekki enn látið af því verða, enda hefur hún í nægu öðru að snúast.

„Ef við þurfum að labela þetta þá er ég pan sexual.“

Þegar talið berst að æskuástinni opinberar Lína að hún falli fyrir persónuleika fólks, óháð kyni.

„Ég var alltaf skotin í strákum en fyrsta sambandið mitt var með stelpu. Við vorum saman í tvö eða tvö og hálft ár. Það var fyrsta sambandið mitt. Ég myndi ekki segja alvörusamband því maður var bara krakki. Ég var fimmtán eða sextán þegar við kynntumst,“ segir Lína. Nokkrum árum síðar bankaði ástin aftur á dyr. „Þá kynntist ég manni sem var fyrsta alvöru sambandið mitt.“

En skilgreinir Lína sig innan einhvers hóps undir hinsegin regnhlífinni?

„Nei, ég fell bara fyrir persónuleika heldur en nokkurn tímann líkama,“ segir hún. „Ég held að það hafi bara alltaf verið þannig,“ bætir hún við og segir vissulega til hinsegin hugtak yfir hennar kynhneigð. „Ef við þurfum að labela þetta þá er ég pan sexual.“

Í dag er Lína á lausu og líður vel að vera frjáls.

„Ég er á lausu og ég hef aldrei verið jafnmikið á lausu og núna. Ég held að ég sé ótrúlega fókuseruð núna á mig og það sem ég er að gera. Ég er ekki að leita að neinu en ég er alltaf opin fyrir öllu.“

Skiptir öllu máli að hafa trú á sér sjálfum

Varðandi feril Línu þá hófst hann strax í framhaldsskóla. Hún var með síðu á Blog Central og í grúppum innan þess samfélags. Stuttu síðar fæddist síðan Line the Fine, en hún byrjaði það blogg ekki af alvöru fyrr en hún var í kringum 20 til 21 árs, þegar hún stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hún var 22 eða 23 ára opnaði hún fataverslunina Define the Line. Þá fór hún á fullt að blogga til að auglýsa vörur fyrirtækisins. Þó Lína sé ákveðin, hispurslaus og sjálfsörugg þá læddist óöryggið inn á þessum tíma, eins og hjá okkur flestum.

„Áður en ég byrjaði var ég versti vinur sjálfs míns. Ég hugsaði alltaf: Hver er ÉG að byrja að blogga? Svo er ég með góða rökhugsun og hugsaði: Hver er ég EKKI að byrja að blogga?“ segir Lína. „Þú byrjar bara og líka leyfir þér að vera byrjandi. Það segi ég alltaf. Svo vex þetta og þá byrjar boltinn að rúlla, ef þú ert duglegur að blogga og pósta einhverju. Fyrst voru þetta bara mamma og stelpurnar að lesa. Svo byrjar fólk að tala og þá byrjar boltinn að rúlla.“

Síðar meir opnaði Lína Line the Fine Watches, verslun með úr og nú síðast Define The Line Sport, vefverslun með æfingaföt sem hún hannar sjálf. Æfingafötin hefur hún verið með í tvö ár og finnur sig virkilega í þeim bransa.

 

View this post on Instagram

 

🚨🚨🚨

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on

„Þegar ég opnaði fyrstu búðina var ég auðvitað að flytja inn vörur erlendis frá, en ég hef alltaf fundið að mig langaði að hanna eitthvað sjálf.“

En er fyrirtækjarekstur bara dans á rósum?

„Ó, nei. Þetta er ógeðslega mikil vinna, númer 1, 2 og 3. Svo skiptir svo ótrúlega miklu máli að hafa trú á sjálfum sér,“ segir Lína og mælir með að fólk vinni rannsóknarvinnu áður en það stofnar fyrirtæki. „Ég YouTube-a allt og Google allt. Þú getur fengið öll svör í gegnum Google og YouTube. Það hefur aldrei verið jafn „auðvelt“ að stofna fyrirtæki og hanna sína vöru,“ segir hún og bætir við að vissulega komi tímar þar sem hún er við það að gefast upp.

„Það hafa oft komið tímar þar sem ég meika þetta ekki lengur og langar að kötta á allt, flytja út, hætta á samfélagsmiðlum og hætta á þessu og hinu,“ segir hún. „En þú heldur samt áfram því þú veist að góðu tímarnir eru svo góðir.“

Hægt er að fylgja Línu á Instagram með því að smella hér.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á Föstudagsþáttinn Fókus með Línu í heild sinni, en hlaðvarpsþáttinn má finna á öllum helstu efnisveitum, svo sem iTunes og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Fókus
Í gær

Hleypur með ólæknandi krabbamein

Hleypur með ólæknandi krabbamein
Fókus
Í gær

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár

Sjáðu myndband: Fór í klippingu í fyrsta skipti í fimmtán ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona býr landsliðsmarkvörður Íslands – Sjáðu myndirnar

Svona býr landsliðsmarkvörður Íslands – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið
Fókus
Fyrir 4 dögum

7 merki um að einhver sé að ljúga

7 merki um að einhver sé að ljúga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bó“

„Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bó“